Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Side 126
126
unum, því þau sýna einmitt með sínum eigin kveð-
skap að þeir kunna það sem þeir segjast ekki kunna,
með þvi þeir hafa Eddukenningarnar í fullt eins full-
um mæli og hin „klassisku“ skáld. En allir kunna
þeir samt að nefna „Eddu“. Allir þeir, sem rímur
þekkja, vita að það var einmitt siður rímnaskáldanna,
smekklaus siður eða ósiður allt til þessa dags, að skamma
sjálfan sig út og níða sig niður og kveðskapinn og sög-
una sem þeir ortu út af, með því að brígsla sjálfum sér
um leirburð, fáfræði og þar fram eptir götunum;
nema þeir gjöri það til að láta hrósa sér — sem vel
er hugsandi. þetta hefir gengið frá hinu fyrsta til
ens síðasta, til að mynda í Andra-rímum: „Fyrst mig
keyrir flónskan stinn fram í stefja smíði, og móins
leira mörkin svinn minn vill heyra þvættinginn“. —
„Mun þá þjóðin mæt til góða virða, mín ófögur mærð
þó sé, og meingaðar bögur leirburðe“. „Allir þeir
sem arnarleirinn hnoða komi hingað hjálp mér ljá,
hróðrar þinga mótum á“. „Mitt um segir Mönduls
far má eg þegi háðungar Litarsfleyið líta þar löppum
slegið hortittar“. — í Svoldarrímum segir Sigurður
Breiðfjörð: „Svona þreyi eg þanka-hreldur við þvætt-
ings greyið fram á nótt“ . . . „Enda skal eg eins og
draugur orga og gala þenna brag, en þetta tal er
heimsku haugur, hepti eg valið mansöngs lag“. —
„Svipar að mér, seint vill þrjóta sögu-skrattinn, skal
hún nú fá skömm í hattinn11. Svo er um „að nöldra
rímur, „gaula bögur“. — Eg hefi þekt menn, sem eg
er viss um að aldrei hafa séð Eddu (bókina), en þeir
ortu formannavísur með réttum kenningum eins og
hvert annað fornaldarskáld. þannig orti og Magnús
Jónsson rímurnar af Bernótusi Borneyjar-kappa meðan
hann var í smiðju að járnsmíði, eins og þegar Ver-
mundur kvað: „Ek bar einn af ellifu bana-orð —
blástu meir“. Edda hefir verið alkunn út um allt land