Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 128
128
og margir aðrir hafi í raun og veru talað þau orð og
haldið þær enar löngu ræður, sem Livíus leggur þeim
í munn. En ef þetta er svo, þá er og einnig því nær
gefið, að þau kvæði, sem lengst af hafa verið skoðuð
sem æfar gömul, geta verið mikið ung. þ>að er alveg
undir þvi komið, hversu fornlega skáldið getur ort,
hversu vel honum voru kunnir hættir, kenningar, hugs-
anir, mál og allt líf fornaldarinnar, yfir höfuð: hversu
mikið skáld hann var. Allt þetta veit G. V. sjálfur
vel, og kalla eg það að breyta móti betri vitund að
berja fram skoðanir blákallt sem ekki eiga sér betra
málstað. þetta segi eg með tilliti til Eddu-kvæðanna,
og eg hefi sagt hið sama fyrir meir en io árum (Gefn
1871. 2. bls. 16). Hvað margar vísurnar snertir, þá er
eg tregur að trúa því að menn hafi kveðizt á meðan
þeir voru að berjast og drepa hvor annan, og
„deyjandi munnur orti óð
er oddur spjóts í hjarta stóð“
verður aldrei annað en skáldleg hugmynd, sem eigi
á eða hefir átt sér stað í rauninni. Hverr orti þá
þessar vísur? Einhverr af fólkinu, eða sagnamaðurinn.
þannig hefir og farið með margar aðrar vísur og
kvæði, að ýmist hefir verið diktað upp vísu þar sem
engin vísa var ort, og ýmist hafa vísurnar breyzt á
ýmsa vegu, er þær gengu um aldirnar í gegnum
marga munna og marga penna; en að Einarr Skúla-
son hafi ort kvæðin upp aptur, eins og G. V. hefir
grun um (I, LXXXVII og II 258), það getur aldrei
orðið nema „grunur“ (suspicion), er styðst eigi af
neinu verulegu, enda segir og G. V. að þetta geri
lítið til í sjálfu sér. þess er hvergi getið að Einarr
hafi fengizt við verk annara skálda eða „soðið upp“
nein kvæði, þó að hann yrkti töluvert sjálfur; eg get
heldur ekki vel ímyndað mér að nokkurr maður færi
að ráðast í slíkt eða gefa sig við því; miklu líklegra