Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 132
>3*
hér um bil jafn mikið af þess konar eins og í þessu
kvæða-safni; Lexicon poeticum var langt á undan sín-
um tíma og gildir enn að mestu leyti og mun ávallt
gilda, þó að stöku staðir kunni að breytast við nýjar
og nákvæmari rannsóknir; þar er fullt af endurbætt-
um lesháttum og skoðunum sem þá voru nýjar og ó-
þektar. Ekki er það heldur satt að Sveinbjörn Egils-
son hafi enga frægð hlotið af lærdómi sínum í fornrit-
um og fornuin kveðskap, heldur einungis af þýðingu
sinni á Hómer — það er merkilegt að þora að segja
annað eins í þeirri bók sem Konráð Maurer og
Theodor Möbius lesa — því að allir vita það, að í út-
löndum þekkist Hómers útlegging einmitt ekki, en
allir þeir, sem stunda norræn fornfræði, þekkja Lexi-
con poéticum og hinar latnesku þýðingar á Forn-
mannasögum1 og skýringarnar á vísunum þar, og án
þessara hjálparmeðala hefir enginn útlendingur getað
verið nema ef til vill sá sem hefir þýtt kvæð-
in i „Corpus poéticum“: hann kveðst eigi hafa notið
neinnar hjálpar (Vol. I, CXVII). Credat Judaeus
Apella!
pó að sérhvert orð og sérhver setning hafi
verið endurskoðuð þrisvar sinnum, eins og getið er í
Vol. I, CXVII, þá er þýðingin samt hvergi nærri ná-
kvæm víða þar sem vér höfum litið í hana, sumstaðar
hlaupið yfir að óþörfu, og þar fram eptir götunum,
og höfum vér þó ekki mjög hugað að henni. petta
getum vér sýnt með nokkrum dæmum. í Vol. I 370
er textinn þannig:
I) „Unter denen die lateinischen von Sveinbjörn Egilsson zum
Theil wohl kaum iibertroffen werden diirften“ segir Th. Möbius (Úber
die altnordische Philologie im Skandinavischen Norden. Lpz. 1884
p. 21).