Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Qupperneq 134
134
að honum getur á orðið eins og öðrum þeim er hann
gjörir lítið úr eður ekkert.
„Seið hon leikin“ stendur í Völuspá um völvuna.
Orðið „leikin“ hefir G. V. ekki skilið fremur en aðrir,
og getur því ekkert um það sagt (Vol. II 649); því
er slept í þýðingunni (Vol. I 196); en þó er þetta ein-
hver hinn einfaldasti og léttasti staður sem hugsazt
getur. „Leikin“ er einfalt „femininum participii
passivi* af “at leika“ ; leikinn er = trylltur, töfraður
(witched, enchanted); völvan er sjálf töfruð, undirorpin
töframagni og tryllt, meðan hún seiðir „seið hon leik-
in“ mundi vera á latínu „incantavit (ipsa) incantata“;
hjá Apuleiusi kemur fyrir „mulier incantata“, um heill-
aða eða tryllta konu (í „de Magia“); en töfranorn
eða seiðkona heitir „venefica exsecrata“ (Apul. Metam.
Lib. X), en “execratus" (af ex og sacro) er = „bann-
sunginn“, bölvaður, truflaður trylltur, leikinn; merk-
ingin í „leikinn“ sést og á orðum Ovidlus um seið-
konuna: „vestes induta recinctas, nuda pedem, nudos
humeris infusa capillos“ (Metam. VII, 182—183), og
„Per tumulos errat sparsis discincta capillis“ (Heroid.
1, 6, 89); hvort Pythia ekki var „leikin“ vita allir:
„bacchatur demens aliena per antrum colla ferens“
(Lucan. Phars. V 169); allt þetta kemur saman við
guðmóð og æði (furor), sem fornmenn trúðu að væri
eðli skálda, spámanna og spákvenna, því allt þetta er
náskylt; einnig má segja að sá sé „leikinn“ sem ham-
ast (berserkir); gæti verið að nafnið „Leiknir“ (í Heið-
arvígasögu) sé þessu skylt; („hugleikin“ er alveg hið
sama og „leikinn“ : sturlaður, trylltur á sálinni). Orðið
„leikinn“ kemur víðar fyrir, einmitt f sömu merkingu:
„maðr sá er Snorri hét . . . var leikinn af flagði' einu“
(Biskupa S. 1, 464. Sturl. 1, 112): hér er meiningin
auðsjáanlega sú, að maðurinn var sturlaður, trylltur,
en engin ástæða til að skilja þetta sem líkamlega mis-