Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 135
•35
þyrming-u; í Eyrbyggju kap. 53 stendur: „sýndiz
mönnum þann veg helzt sem hann mundi leikinn, pví at
hann fór s'ér ok talaði við sjálfan siku — hér kemur
merkingin enn ljósar fram, því að hér er einmitt sagt
með berum orðum hvað það er að vera „leikinn“; en
Svb. Eg. hefir einmitt ruglazt hér af óþarfa bulli
fræðimanna, sem ekki gátu „fengið þetta í höfuðið",
og því hefir hann sett orðið „leikin“ úr Völuspá sem
sérstakan artíkula (suo loco), en hina réttu merking
orðsins: „ludificatus, malis geniis vexatus“ hefir hann
undir „at leika,, 1 e, ásamt þýðingu Gunnars Pálsson-
ar: „incantationibus vel malo quodam afflatu sive at-
tactu dementatus“. Á þessum stað í Lex. poet. hefði
einmitt „leikin“ i Völuspá átt að standa.
„Kögur“ í Hárbarðsljóðum („væta kögur minn“)
tekur G. V. = fornþýzkt chochar, þýzkt kocher (á að
vera „köcher“; „kocher“ er á ensku „boiler“, suðumaður)
engilsaxn. cocur holl. koker (á dönsku ,,kogger“) = örva-
malur; það er því þýtt neðanmáls: „quiver“, og eptir
því „kögur-sveinn“ — „quiver-boy“; en það er my-
thologice rangt að láta J>ór bera örva-mal; hann hafði
hamarinn og ekki annað vopna, en var aldrei bog-
maður né við örvar kendur (það var Ullur); svo er
J>órr látinn kalla Hárbarð (Óðinn) „kögrsveinn“, en
Óðinn var heldur ekki kendur við örvar og boga,
hann hafði geirinn og ekki annað vopn. Kögurr
verður því hér að takast = „frunsur“ eða skúfverk á
fati eða dúk. (Hákon gamli var) „jarðaðr í Magnús-
kirkju i kórinum, ok breiddr yfir kögurr“ (Fornm. S.
X 149—150; Flateyjarb. III 231); „kögrsveinn11 er
því = smásveinn, sem hefir barnafat með kögri á, og
þetta styrkist einmitt af orðinu „kögrbarn“ ; kögur er
algengt orð enn og þekkja það allir. í inngangsorð-
unum til Hárbarðsljóða (Vol. I 117) er tekið fram ept-
ir Bergmann svo sem „skarpvitra athugasemd“ (as