Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Page 140
140
ir rannsakað lögberg, en hvorki G. V. né „Kálund“
hafa gjört það; þeir hafa einungis haldið sér til skjala
og munnmæla. — Um tímatalið verða aðrir að tala
sem færari eru í því efni en eg, og eg hefi aldrei
fengizt við þá grein; samt má geta þess, að G. V.
segir að árið 1030 (Stikla-staða orrustan) sé hið ein-
asta áreiðanlega ártal, sem miðað verði við, af því að
þá hafi verið sólmyrkvi; en nú segja aðrir að þá hafi
enginn sólmyrkvi orðið, og því verður hann ekki hafð-
ur til að festa með viðburðina, en þar fyrir getur ár-
talið raunar verið rétt; f annálum er hér einkis
myrkva getið, og má vel vera að sagan um myrkvann
sé til búin eptir guðspjöllunum, þar sem segir frá
dauða Krists, því áþekkar sögur voru sagðar miklu
fleiri í lfkingu við ritninguna og helgra manna sögur;
en annars getur vel hafa orðið myrkvi þótt eigi hafi
orðið sólmyrkvi; slfkir myrkvar hafa opt orðið og
vita menn eigi orsakir þeirra. 1 annálum stendur við
árið 1184: „myrkr um Suðrlönd14, og mun það eigi
eiga að tákna „sólmyrkva", því hann er nefndur
„Eclipsis Solis“, og enginn slíkur myrkvi nefndur fyrr
en 1236. — Ef annars afmælisár íslands er ekki fyrr
en eptir goo, eins og G. V segir, þá er ekki annað
en að halda þúsund-ára hátíðina upp aptur. Um þetta
má karpa fram og til baka, þangað til niðurstaðan
verður sú, að ísland hafi aldrei fundizt.
Um endurbætur eða breytingar á lesháttum er
hér eigi rúm til að tala; þær eru margar og miklar,
og víða settar án þess grein sé gjörð fyrir. f>ó að
vér fellum oss eigi við sumt (t. a. m. í Vol. I 145,
sem getið er um hér á bls. 133) þá er aptur sumt svo
heppilega leyst að allir mega vera ánægðir með, t. a.
m. endirinn á Sona-Torreki, sem áður var hafður
þannig: „Nú er mér torvelt—Tveggja baga—Njörva nipt
—á nesi stendr“, og við þessa vitleysu hafa menn verið