Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 141
að bisa í marga mannsaldra, en G. V. sveiflar vand-
ræðunum á burtu „með skjótu orðtaki á þessa lund“:
„Nú es Torrek kveðit — tveggjabura—Nörva nipt—it
næsta stendr“ (Vol. I 280; á bls. 548 lakara: „Nú es
úti T. &c; sbr. bls. XC í innganginum). Annars er
„endurbótin“ á kvæðinu (I 544) víða lakari en áður
(bls. 277). Raunar eru slíkar endurbætur (getgátur,
Conjectúrur) marklausar að því leyti að það verður
aldrei sannað að skáldið hafi kveðið þannig; en það
er viðkunnanlegra að sjá setinn stað en auðan, og
einhvernveginn leiðréttan heldur en alveg meiningar-
lausan. — Ritgjörðin um átrúnaðinn (Vol. I 401—431:
Excursus I. Beliefs and worship of the old Northmen)
inniheldur hið sama sem margir aðrir hafa ritað um
fyrir löngu, Jakob Grimm, Finnur Magnússon o. s
frv., þótt enginn þeirra sé nefndur og þótt sagt sé
Vol. I, CXIX að ekkert hafi verið ritað um þetta
fyr1. fað sé og fjarri mér að skipta mér af ritgjörð-
inni um rímið (Vol. I 432—458: Excursus II. On
the old Northern and Teutonic2 metre), það er hið
venjulega skraf málfræðinganna, sem hvergi kemur
heim við neitt nema útreikningana í þeirra eigin höfð-
um. Skáldin hirtu ekkert um „Metrik“ og hafa aldr-
ei af henni vitað.
Töluvert kveður að nafnabreytingum í þessu
verki, og það svo mjög að íslenzkur maður finnur
kannske ekki í svipinn hvað um er verið að tala; en
1) Gísli Brynjúlfsson hefir ritað í Andvara VI. ári (1880) bls. 165—6 ura
„fimmt“ (pentad) sem G. V. nefnir Vol. I, CXX not. 1. Á bls. 176. 1.
c. talar Gísli um Persa, svo vér þurfum hér ekki þennan Darmesteter
sem G. V. telur að hafi „fundið þetta fyrstur“. Gísli er lang-færastur
allra íslendinga í tímatali.
2) Höfundurinn á tvær skjóður, sem önnur heitir „Teutonic bag“
en hin „Norse bag“, og í þessar skjóður deingir hann alls konar rusli,
sem hann getur ekki komið fyrir annarstaðar.