Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1884, Síða 143
143
myndandi eða málandi skáld allra hinna yngri íslend-
inga („he is the most picturesque of Icelanders of
the last generation“ ’)! Jón f>orláksson er einmitt ekki
„picturesque“, það er einmitt það sem hann vantar;
hann var enginn hugmynda-maður og enn síður „mál-
andi skáld“; hann er varla annað en rímari og þýðari.
En við því er varla að búast að vér — eða eg að
minnsta kosti — hiklaust og viljugir afsölum oss allri
hluttekningu í Eddukviðunum, þótt það kannske kæmi
sér vel sumstaðar í útlöndum; ekki skrifa eg heldur
undir orð Guðbrandar, þar sem hann segir (Vol. I
XXXV) að vér fylgjum Brynjúlfi biskupi og Birni á
Skarðsá eins og kindur (o: vánkaðir sauðir) — eg
fyrir mitt leyti hefi aldrei vitað svo mikið um þeirra
skoðanir, að eg hafi getað fylgt þeim. Eg hefi mínar
skoðanir frá sjálfum mér, en eg hefi ekki lært þær af
neinum, og eg byggi þær á fullkomlega eins góðum
grundvelli og Guðbrandur Vigfússon; það eru allt
saman „hypotheses“ og svo mun verða meðan heim-
urinn stendur, en hvað sem þvi líður, þá þykist eg nú
hafa talað hreinlega og hlutdrægnislaust um verk
Guðbrandar, og þótt eg hafi fundið að sumu í því, þá
mun það varla ofsagt, að enginn þeirra, er norræna
fornfræði stunda, færist meira í fang en Guð-
brandur.
í Janúar1884.
I) Níðið, sem þar er prentað, er þar á móti ágætt, og þýðingin á
gset, og það var vel gjört að setja þetta þarna.