Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Qupperneq 7
7
72,445; og kemt þá tæplega i kýr á hverja 4 menn1;
en í fornöld sýnist svo, sem menn hafi viljað hafa sem
næst jafnmargar kýr og þeir höfðu menn í heimili, eða
að minnsta kosti eins margar eins og vinnandi fólk var
mart, en það var að tiltölu miklu fleira þá en nú. J>að
er tekið fram bæði um Gruðmund ríka og Hörð, að þeir
höfðu jafnmart hjóna og kúa.
þ>eir hafa nú talið svo til, Magnús Stephensen, Jón
Sigurðsson og síra Arnljótr Olafsson, að á landinu hafi
verið rúmar hundrað þúsundir manna í lok 11. aldar2,
og er ekki ólíklegt, að fólkið hafi verið heldr fleira en
færra á söguöldinni, því að Landnáma segir með ber-
um orðum, „at landit yrði albygt á LX vetra, svá at eigi
hefir síðan orðit fjölbygðra“3. Hafi nú landsmenn ver-
ið á söguöldinni t. d. 110,000, sem mjög er líklegt, því
að heimili höfðingjanna vóru svo miklu mannfleiri þá,
en seinna meir var títt, þá má ætla, að vinnandi fólk
hafi verið að minnsta kosti 80 þúsundir og kýr að lík-
indum jafnmargar, og kemr þá fram, að kýr hafi verið
hartnær 5 sinnum fleiri þá en nú, en í samanburði við
fólkstöluna nálægt 3 sinnum fleiri, og má það mikill
munr heita.
En þó munrinn á kúatölunni þá og nú sé næsta
mikill, þá mun þó tölu geldneytanna muna enn meira.
Árið 1879 var geldneytatalan á landinu á öllum aldri
svo ótrúlega lítil, að 34 vantaði til, að hún næði þúsundi,
og kemr þá að eins eitt naut á hverja 74 menn. Auðvitað
er ekki hægt að vita, í hverju hlutfalli geldneytafjöldinn
hefir á söguöldinni staðið við fólkstöluna, en þegar
þess er gætt, að Höskuldr átti 40 naut, ió gengu af
1) Stjórnartíðindi fyrir ísland, 1882, C deild, bls. 14. þjóðvina-
félagsalmanak 1885, bls. 64.
2) Island i det attende Aarhundrede bls. 266—68. Ný Félags-
rit, X. bls. 28—29. Skýrslur um landshagi á ísl. I, bls. 322.
3) Landn. V. kap. 15. bls. 321.