Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 26
26
yfir, var einatt fámennt heima á bæjum, og sýnir það,
að mönnum hefir þótt eigi síðr þá en nú fýsilegt að
íjölmenna til réttanna, enda sóttu menn þá alla mann-
fundi kappsamlega. þ>að hefir einatt brunnið við, að
menn hafa orðið missáttir í réttum, og svo var og í
fornöld, en í stað þess, sem menn á seinni tímum hafa
neytt svipunnar eða hnefanna, er orðin þóttu eigi ein-
hlít, beittu menn áðr vopnum, og er þess getið, að í
réttum urðu áverkar með mönnum. í sögunum er og
talað um réttir á vorin, og að reka þá fé til rétta, og
eru þær réttir kallaðar lögréttir, eins og haustréttirnar.
Virðist því svo, sem að það hafi lögboðið verið, að
rétta fé, eigi að eins á haustin, ’heldr og að vorinu til,
og hafa þá þessar vorréttir átt að vera annaðhvort
áðr en menn rúðu fé sitt, eða áðr en menn færðu frá.
Eins og geta má nærri, kom það opt fyrir, að fé vant-
aði af fjalli, og tóku þá einstakir menn sig til, er öt-
ulir vóru og kunnugir á afréttum, að leita afréttirnar,
og var það gjört fyrir vetrnætr1.
Svo virðist sem fé hafi gengið pössunarlftið frá
réttum og fram til vetrnátta, og þá verið upp til fjalla
i hinum fjarlægari búfjárhögum, en þá sjaldan að
smalað var, þá smöluðu optast margir í senn; en með
vetrnóttum byrjaði hin eiginlega fjárgeymsla, og tók
þá vetrarsmalinn við fénu; var þá vanalega smalað á
hverjum degi og fé talið, að minnsta kosti hjá öllum
þeim, er vanda vildu fjárgeymsluna. Úti var fé látið
ganga svo lengi sem varð; má af Grettis sögu sjá, að
eigi var farið að hýsa fé á jólum á f>órhallastöðum,
og lá þó sá bær fram til fjalla2. En þó að það tíðk-
aðist fyrst á landnámstfð, að láta fé ganga sjálfala jafn-
1) ísl. forns. III., bls. 65. og 65. Bjarnar saga Hítd. k. bls. 59.
og 61. Eyrbyggja, kap. 43. bls. 218.
2) (írettis saga, kap. 32. bls. 76.; kap. 33. bls. 79. fsl. forns. II.,
bls. 18.