Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 80

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 80
80 upp, skapast fyrst með fyllingunni og takmörkunum og eru að eins til í hugsuninni (subjective), því þau miðast ekki við rúmsumsagnir, heldur við afstöðu hlut- anna í rúminu. Uppi og niðri, hér og þar, eru til i auðu rúmi, en hérnamegin og fyrir handan verða til með hlutunum og takmörkum þeirra í rúminu. Hitt er nákvæmara, sem Hegel segir, að rúmið sé eining á- framhalds og takmörkunar ; uppi og niðri, hér og þar, takmarka hvort annað, en þau halda áfram án þess að takmarkast af neinu öðru. þ>ví er það, eins og áður er sagt, helzti votturinn um, að rúmið er annað og meira en einber hugarburður, að þótt allt það, sem fyllir rúmið, sé burt numið og burt hugsað, þá hverfa ekki hinar helztu óháðu (absolute) umsagnir rúmsins, svo sem lengd, breidd, hæð, dýpt, en að eins þær, sem eru háðar hlutunum og afstöðu þeirra hvers gagnvart öðr- um (relative), svo sem hérna megin, hins vegar, yfir um o. fl. Aptur er rúmið að því leyti miðað við hlut- ina, sem það er skilyrði fyrir samastað þeirra og nið- urröðun. þ>ví hefir rúmið og sín eigin vísindi, rúmfræð- ina, stærðfræðina og mælingarfræðina, sem fæst við rúmið, þess takmörk, reglubundnu niðurröðun og jafn- vel óendanlegleika þess, en óendanlegleikans teikn og merki er hringurinn eða baugurinn. Sumir hinna fornu spekinga (t. d. Platon í Timaios) vildu eigna höfuð- skepnunum sína rúmsmyndina hverri, t. d. eldinum eða loganum þríhyrninginn, jörðinni teninginn o. s. frv., en hér er ekki staðurinn til að ræða um þær kenning- ar; þær eiga betur heima í sögu heimspekinnar. Tím- inn er aptur á móti ekki efni fyrir neina sérstaka vís- indagrein, þó mörg speki snerti tímann, t. d. öll saga, hvort heldur mannkynsins, eða hnattanna, og þá sér í lagi þess hnattar, sem stendur oss næst, jarðarinnar. Hvernig rúmið nú getur verið þessi eining fram- halds og takmörkunar, án þess framhaldið, sem slíkt,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.