Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Síða 80
80
upp, skapast fyrst með fyllingunni og takmörkunum
og eru að eins til í hugsuninni (subjective), því þau
miðast ekki við rúmsumsagnir, heldur við afstöðu hlut-
anna í rúminu. Uppi og niðri, hér og þar, eru til i auðu
rúmi, en hérnamegin og fyrir handan verða til með
hlutunum og takmörkum þeirra í rúminu. Hitt er
nákvæmara, sem Hegel segir, að rúmið sé eining á-
framhalds og takmörkunar ; uppi og niðri, hér og þar,
takmarka hvort annað, en þau halda áfram án þess að
takmarkast af neinu öðru. þ>ví er það, eins og áður er
sagt, helzti votturinn um, að rúmið er annað og meira
en einber hugarburður, að þótt allt það, sem fyllir
rúmið, sé burt numið og burt hugsað, þá hverfa ekki
hinar helztu óháðu (absolute) umsagnir rúmsins, svo
sem lengd, breidd, hæð, dýpt, en að eins þær, sem eru
háðar hlutunum og afstöðu þeirra hvers gagnvart öðr-
um (relative), svo sem hérna megin, hins vegar, yfir
um o. fl. Aptur er rúmið að því leyti miðað við hlut-
ina, sem það er skilyrði fyrir samastað þeirra og nið-
urröðun. þ>ví hefir rúmið og sín eigin vísindi, rúmfræð-
ina, stærðfræðina og mælingarfræðina, sem fæst við
rúmið, þess takmörk, reglubundnu niðurröðun og jafn-
vel óendanlegleika þess, en óendanlegleikans teikn og
merki er hringurinn eða baugurinn. Sumir hinna fornu
spekinga (t. d. Platon í Timaios) vildu eigna höfuð-
skepnunum sína rúmsmyndina hverri, t. d. eldinum
eða loganum þríhyrninginn, jörðinni teninginn o. s. frv.,
en hér er ekki staðurinn til að ræða um þær kenning-
ar; þær eiga betur heima í sögu heimspekinnar. Tím-
inn er aptur á móti ekki efni fyrir neina sérstaka vís-
indagrein, þó mörg speki snerti tímann, t. d. öll saga,
hvort heldur mannkynsins, eða hnattanna, og þá sér í
lagi þess hnattar, sem stendur oss næst, jarðarinnar.
Hvernig rúmið nú getur verið þessi eining fram-
halds og takmörkunar, án þess framhaldið, sem slíkt,