Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 99

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Page 99
99 „neituninni (hugurinn, hugsunin gripur sem sé út yfir „upphaf og endir og hafnar þeim), en það er nauðsyn- „leg hugsjón, meðan maður heldur sér við skoðun hins „endanlega sem endanlegs. Fari jeg yfir um og inn í „það Almenna, ekki endanlega, þá er jeg þar með „kominn út yfir það sjónarmið, er hið einstaka og um- „skipti þess eiga heima á. Fyrir hugarburðinum er „heimurinn að eins safn af endanlegu, en höndli jeg „hann sem Almennt, sem heild, þá hverfur spurningin „um upphaf (og endir). Fivar upphafið er, er óákveðið; „raunar verð jeg að hugsa upphaf, en að eins tiltölu- „legt (ekki gagngjört) upphaf. Maður fer út yfir það, „en ekki í hið óendanlega, heldur til annars upphafs, „sem að vísu einnig bendir til annars frekara og fjar- „lægara upphafs. í stuttu máli: meðan vér erum í því „endanlega, stendur að eins eðli hins tiltölulega (við „annað hærra og fullkomnara) fyrir oss. „Hreint svar upp á spurnina, hvort veröldin sé án „upphafs í tímanum, eða hafi upphaf, verður ekkigefið. „Hið hreina svar á að vera, að það annaðhvort sé eða „ekki sé. En — hreina svarið er öllu fremur það, að „spurningin um þetta annaðhvort-eða er ekki rétt „spurð (taugt nichts). Séuð þér í því endanlega, þá „hafið þér eins vel upphaf eins og ekki-upphaf o. „s. frv.“. Munur er nú á Aristoteles, sem lætur hugsunina rekja sinn eigin feril á alla vegu og út í allar æsar, ekki fellir neina móthöfn, neina andstæðu úr, lofar gagnstæðum skoðunum að lenda saman og eigast sjálf- ar við um það, hver þeirra hafi meiri sannleika við að styðjast, og lætur þær njóta alls þess hugsunarfimleika í vopnaburði röksemdanna (Dialektik), sem Grikkir voru svo auðugir af, og sem tunga þeirra gjörði þeim svo taman, — ellegar á hinum þunglamalega þýzka 7*
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags
https://timarit.is/publication/228

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.