Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 99
99
„neituninni (hugurinn, hugsunin gripur sem sé út yfir
„upphaf og endir og hafnar þeim), en það er nauðsyn-
„leg hugsjón, meðan maður heldur sér við skoðun hins
„endanlega sem endanlegs. Fari jeg yfir um og inn í
„það Almenna, ekki endanlega, þá er jeg þar með
„kominn út yfir það sjónarmið, er hið einstaka og um-
„skipti þess eiga heima á. Fyrir hugarburðinum er
„heimurinn að eins safn af endanlegu, en höndli jeg
„hann sem Almennt, sem heild, þá hverfur spurningin
„um upphaf (og endir). Fivar upphafið er, er óákveðið;
„raunar verð jeg að hugsa upphaf, en að eins tiltölu-
„legt (ekki gagngjört) upphaf. Maður fer út yfir það,
„en ekki í hið óendanlega, heldur til annars upphafs,
„sem að vísu einnig bendir til annars frekara og fjar-
„lægara upphafs. í stuttu máli: meðan vér erum í því
„endanlega, stendur að eins eðli hins tiltölulega (við
„annað hærra og fullkomnara) fyrir oss.
„Hreint svar upp á spurnina, hvort veröldin sé án
„upphafs í tímanum, eða hafi upphaf, verður ekkigefið.
„Hið hreina svar á að vera, að það annaðhvort sé eða
„ekki sé. En — hreina svarið er öllu fremur það, að
„spurningin um þetta annaðhvort-eða er ekki rétt
„spurð (taugt nichts). Séuð þér í því endanlega, þá
„hafið þér eins vel upphaf eins og ekki-upphaf o.
„s. frv.“.
Munur er nú á Aristoteles, sem lætur hugsunina
rekja sinn eigin feril á alla vegu og út í allar æsar,
ekki fellir neina móthöfn, neina andstæðu úr, lofar
gagnstæðum skoðunum að lenda saman og eigast sjálf-
ar við um það, hver þeirra hafi meiri sannleika við að
styðjast, og lætur þær njóta alls þess hugsunarfimleika
í vopnaburði röksemdanna (Dialektik), sem Grikkir
voru svo auðugir af, og sem tunga þeirra gjörði þeim
svo taman, — ellegar á hinum þunglamalega þýzka
7*