Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1885, Blaðsíða 113
113
allir að játa, að það er mjög mikil líking millum rotn-
unarinnar og gerðarinnar; því að hvoratveggja verð-
ur að telja efnagreining, sem leiðir af lífsstarfi smá-
kvikinda, en sá munur, að rotnuninni fylgir óþefur en
gerðinni ekki, hefur mjög litla og alls enga vísinda-
lega þýðingu.
Og nú skal jeg skýra frá því, að vjer getum
eptir eigin vild aptrað rotnuninnni með því að drepa
bakteríurnar, eða vakið hana með því að iáta kvikindi
þessi í organisk efni; en þá vil jeg áður tala um rotn-
unarbakteríurnar, sem jeg skal sýna yður með stækk-
unargleri.
Fyrir fjórum dögum tók jeg lítið eitt af nýju
nautakjöti og ljet í litla flösku, sem jeg síðan fyllti
með vanalegu vatni ; en ef kjöt þetta er rannsakað,
mun mega finna þar urmul af bakteríum. þ>egar eptir
2 daga var þar komið talsvert af þeim, en sfðar hafa
þær fjölgað svo, að nú er komin heil skán af þeim
ofan á vatninu, og vatnið orðið mjög óhreint og
ótært.
Rotnunarkvikindin myndast ýmislega; þau, sem
i flöskunni eru, eru flest smá og þráðmynduð, og
nokkuð mjórri um miðjuna en til endanna, eins og
stundaglas; þau eru 1/í"f (Hna) á lengd og V4"' að
breidd, eptir því sem þau koma oss fyrir sjónir í
stækkunargleri, sem stækkar 400—500 sinnum, og hin
rjetta lengd þeirra er því að eins V800 eða Viooo hluti úr
línu (V12000 partur úr þumlungi). Kvikindi þetta var nefnt
bakterium termo, af þeim rökum, að þegar O. F. Miiller
uppgötvaði það síðast á fyrri öld, þá var sú ætlun
manna, að nú væri komið að endimörkum hins sýnilega
(termo þýðir endimark). En auk hinna þráðmynduðu kvik-
inda er fjöldi þeirra smá og hnúðmynduð, og sum hinna
þráðmynduðu nokkru lengri en þorrinn ; opt má líka
Tímarit hins íslenzka Bókmenntafjelags. VI. 8