Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 2

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 2
2 um (nistum) eða böndum. Auk þess var hann oft bryddur eða hlaðbúinn og fóðraður með skinni eða loðskinni og skreyttur mött- ulskjöldum. Hann var oft fótsíður. Konur báru langt og fagurt hár. Ungu stúlkurnar báru slegið hár. Pví var haldið að höfðinu með skarbandi eða hlaði, sem oft var gylt. Ef hárið var langt, var endum þess stundum drepið undir beltið. Á hinn bóginn báru giftar konur sérstakan höfuðdúk, motur eða höfuðlín. Eftir því,.sem séð verður í sögunum, mátti falda sér með höfuðdúk þessum á ýmsan hátt. Allur búningurinn, settur í röð og reglu á höfðinu, var ýmist nefndur faldur, krókfaldur eða sveigur. Nöfnin krókfaldur og sveigur benda á bogna lögun, er höf- uðbúningurinn hefir þá haft. Um krókinn eða sveiginn var dúkn- um eða líninu vafið. Á hinn bóginn er erfitt að sjá glögglega í sögunum, hvernig höfuðbúningur þessi, sem áreiðanlega fylgdi viðhafnarbúningnum, var gerður og honum komið fyrir á höfðinu. í Laxdælu er talað um höfuðlín, sem augljóslega er ætlað til þess að vefja um höfuðið: þegar Kjartan fer frá Noregi, gengur hann á fund Ingibjargar, systur Ólafs konungs Tryggvasonar. Pá, segir sagan, »tekr Ingi- björg til mjöðdrekku, er stendr hjá henni. Hon tekr þar ór motr hvítan, gullofinn, ok gefr Kjartani ok kvað Guðrúnu Ósvífrsdóttur hölzti gott at vefja honum at höfði sér, — ok muntu henni gefa motrinn at bekkjargjöf; vil ek, at þær íslendinga konur sjái þat, at sú kona er eigi þrælaættar, er þú hefir tal átt við í Noregi. þar var guðvefjarpoki um utan; var þat enn ágætasti gripr«. Pess er getið í sömu sögu, að höfuðlínið var borið við brúð- kaup: »Guðrún sat innar á þverpalli og þar konur hjá henni og höfðu lín á höfði«. Pað var þá kallað brúðarlín. Brúðarlínið var oft mjög langt. í sögu Gísla Súrssonar er talað um »höfuðdúk tuttugu álna langan«. Á öðrum stað sést, að hátt brúðarlín var talið mikið skart. Línið féll niður frá hvirfl- inum og huldi að nokkru leyti andlitið. Eigi vita mennn, hvort brúðarlíninu sjálfu var vafið um höfuðið í toppmyndaða strýtu eða nðeins hengt utan yfir faldinn. Konurnar á íslandi vóru, einsog annarstaðar á Norðurlöndum,

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.