Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 10

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 10
IO áttu að bunga út frá mjöðmunum. Siður þessi hefir haldist til vorra daga: Með því að fella pilsið við haldið hefir ávalt verið reynt að fullnægja kröfum nýbreytninnar í þessu efni. Varla aðrar konur en göfgar hafa í fyrstu borið slíka búninga og þá, sem nýlega vóru nefndir. Meginþorri alþýðunnar hefur varla getað fylgt með á annan hátt en að taka aðeins upp það, sem var raunhæft í nýja búningnum, með- al annars skifting hans í upphlut og pils. Pó er líklegt, að íslend- ingar hafi frá elztu tímum þekt slíka að- greining, en nú hafi hún fyrst verið alment notuð. Hvernig sem öllu því er varið, þá er víst, að nýbreytni viðreisnartímans, sem kom til íslands frá út- löndum, hefur sett glögt mót á viðhafn- arbúning íslenzkra kvenna. Paðan stafar hempan; en undirhenni var, eins og áður er sagt, borinn kjóll í tveim hlutum, pils og þröngur upphlutur. Búningur þessi hélzt á íslandi með nokkrum Cn, ■JcrrrifnLe v JBryllujxf CDrayt. 8. Bníður í bníðarskarti frá miðbiki 18. aldar. (Eftir Ferðabók Eggerts Ólafssonar). smávegis tilbreytingum fram á 18. öld, eins og sézt á 5. og 9. mynd. 5. myndin sýnir oss meðal annars tvær konur. Önnur þeirra, að líkindum brúður, er sitjandi; hún er í þröngum upphlut og pilsi, sem liggur í fellingum og hrukkum um mittið. Hin kon- an, sem er í feldri hempu, er að falda henni. 9. mynd sýnir oss heldri konu frá miðri öldinni. Hún ber alveg sama búning og

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.