Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 13

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 13
13 saman. Á miðju brjóstinu er mjótt op. f*ar var hægt að láta sjást í hvíta skyrtu. Léreft var nú allalment borið til skarts. Það var auðvitað viðhöfn að bera léreft. Vér getum ekki láð íslenzku konunum, þótt þær reyndu að sýna léreft sitt á látlausan hátt. Siður þessi, að upphluturinn var opinn að framan, hefir hjá mörgum konum haldið sér til vorra daga. Á hinn bóginn fylgdu margar konur ekki þessari nýbreytni; hún finst og sjaldan á vinnu- fötum og búningi fátæklinga. 6. mynd er og á annan hátt fróðleg. Hún sýnir, að upp- hluturinn er mjög stuttur, svo stuttur, að hægt er jafnvel að greina brún af öðrum upphlut undir hon- um. Hér er byrjun til nýrrar nýbreytni (io.—15. mynd). Upp- hluturinn greinist í tvent: treyju (ytra fatið) og upphlut (innra fat- ið). Við hann bætist svo pilsið, samfellan. Pessi skifting var mjög raunhæf. Konurnar höfðu nú, þegar þær fóru úr treyjunni, létt, þægileg og snotur hvers- dagsföt, sem þær og gátu borið úti í góðu veðri á sumrum. Bún- ingurinn hélt sér í þessari mynd rúma öld, til síðari hluta 19. aldar. Upphluturinn (10. b. og 11. mynd) var ermalaus og svo fleg- inn bæði að framan og aftan, að honum var aðeins haldið uppi með mjóum hlýrum á öxlunum. milluröðum á báðum börmunum. Pær vóru venjulega úr silfri og með augum. Gegnum augun var dregin reim eða ullarsnúra. Venjulega var eigi reimað þrengra en svo, að skyrtan gat sést í reimingunni. Annars var upphluturinn skreyttur banddreglum og flosböndum, silfur- og gullþráðum bæði yfir öllum saumum á herðum og baki og einnig á börmunum. Undir upphlutnum var skyrtan borin; henni var hnept í hálsmálinu og ermar hennar vóru langar og víðar (10. b og 11. mynd). Upphlutur þessi var annars sams konar og upphlutur sá, sem 11. Hversdagsbúningur frá miðbiki 19. aldar. Að framan var hann settur

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.