Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 15

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 15
i5 aldur. Búningnum fylgdi handlín og svunta; í neðri brún hennar vóru mörg mörk eða rósir. Að ofanverðu var samfellan mjög feld; henni var fest við beltið. Pað var annaðhvort úr silfri eða öðrum málmi eða silkiflosi eða dúk með silfur- eða silfruðum þynnum. Stundum var það og sett drifnum hnöppum; bútiingurinn var og ávalt ríkulega skreytt- ur skartgripum og brjóstnálum. Pegar konur vóru í ferðalögum og ríðandi, þá báru þær yfir sér hempu með þröngum ermum (26. og 28. mynd). Hún var og 14.—15. Búningur frá öndverðri 19. öld. (í Forngripasafninu). þröng um hálsinn, en féll annars niður í fellingum. Pegar konur brugðu sér aðeins stutta leið í viðhafnarbúningi sínum, þá báru þær ermalausan möttul (10. a mynd), sem oft var fóðraður eða bryddur með skinni. Um miðja 19. öld báru konur á íslandi enn þá viðhafnarbún- ing þann, sem þegar er lýst. En þá hófust inniendir straumar, sem stefndu að því, að gera búninginn fegri, og ruddu sér braut. Á þann hátt kom fagri kvenbúningurinn fram, sem nú er borinn á íslandi. Áður en vér lýsum nýja búningnum, viljum vér virða dálítið nákvæmar fyrir oss einstaka hluta eldri búningsins.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.