Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 16

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 16
i6 Faldurinn. Á Norðurlöndum og á íslandi vóru faldarnir á söguöldinni með ýmsu móti, eins og áður er sagt. Einn þeirra var hár línfaldur. Til hans hafa íslendingar viljað rekja uppruna falds þess, sem nú er borinn á íslandi. Pó er enginn vissa fyrir því, að milli þeirra sé óslitið samhengi. Á miðöldunum er talað um fald á Norðurlöndum, sem er nefndur »Hviv« og »Stryke« (= kveif og strókur?) — dr. phil. Sofus Larsen hefur góðfúslega frætt höf. um þetta. — Faldur- inn var dúkur, bundinn um höfuðið og hnýttur í hnakkanum1. Hann huldi enni og kinnar. Aðeins giftar konur báru hann. Að ætlun manna er hans eigi getið fyr en í þjóðkvæðum 15. aldar. Varla hefir hann verið mjög hár, og ef til vill líkur faldi þeim, sem þegar er getið í Laxdælu. Við lok 16. aldar hittum vér þó á íslandi háan fald. Á 1. mynd sjást tvær konur með slíkum földum. Faldur annarrar kon- unnar er að ofan skreyttur rósóttum borða, að neðan bandi. Að- eins band er á faldi hinnar konunnar. Eigi er hægt að sjá, hvort faldar þessir hafa verið úr líni eða dúk. Faldur konunnar, sem stendur framar á myndinni, er líkastur hárri húfu, en faldur hinnar líkist línfaldi. Á konumynd frá miðri 17. öld (2. mynd) hittum vér fyrst áreiðanlega háan, hvítan fald, sem virðist vera beinn faldur (strompur) og er breiður að ofan. Gæti verið, að hann ætti rót sína að rekja til háa, uppmjóva Búrgundar-faldsins (»Hennin«), er borinn var á Frakklandi og Hollandi eftir miðja 16. öld. En aldrei komst hann á í Danmörku og Noregi. Hann yrði því að hafa komið til íslands annarstaðar að, ef til vill með þýzkum og enskum skipum, sem á 16. öldinni komu oft til íslands. Hvernig sem því er varið, þá hittum vér fyrst á myndum frá 17. öld háa, hvíta faldinn. Vér getum rakið þróunarbreyting hans til vorra daga. Og faldur sá, sem konurnar á íslandi bera þann dag í dag við viðhafnarbúninginn, á rót sína að rekja til hans Faldur sá, er 2. mynd sýnir, hlaut að eiga illa við á íslandi, þar sem loftslagið er kalt og votviðrasamt. Sakir þess var nauð- synlegt, að haga seglum eftir vindi og vernda faldinn gegn veðr- áttufarinu, en breyta þó sniði hans eins lítið og unt var. Fetta 1 Saml. utg. af Svenska fornskr. sállskap, II, 58 og 23, Vadstena Klosterregler. — Löffler: Danske Gravstene.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.