Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 17
17
varö gert á þann hátt: Faldurinn var brotinn saman að ofan-
verðu, svo hægt var að bera hatt utan yfir honum. Myndin frá
1673 (3. mynd) sýnir þess konar fald. Hann virðist vera gerður
á þann hátt, að líni var
vafið utan um dálítinn
kjarna. Nokkru síðar, á
18. öldinni, var faldurinn
enn þá uppmjórri (5.—9.
mynd). Og um leið var
hann látinn hallast dálítið
fram að ofanverðu. Pað
var gert til prýðis. Hann
hallaðist þó eigi meir en
svo, að hægt var enn þá
að bera hatt utan yfir
honum. Hattur sá, sem borinn er utan yfir faldinum á 4. mynd-
inni, er stór, fallegur, barðabreiður og kollbreiður. Hann er
skreyttur guðvefjarböndum og situr hátt á höfðinu. IJetta var í
fullu samræmi við tízku Suðurlanda, því þar báru konur á 16. öld
bæði húfur og hatta í einu. Faldinum var haldið föstum á tvenn-
an hátt: Honum var fest í hárið, og auk þess var vafið um neð-
anverðan faldinn bandi, sem var strengt um höfuðið. Að öðru
leyti fóru menn að skreyta bæði faldinn sjálfan og skarbandið
með skartgripum, sem auðvitað gerðu hann enn þá skrautlegri (8.
mynd).
Faldurinn eða skautið
hélt sér í þessari mynd
langt fram á 18. öld, en
þá breyttist tízkan. Fald-
urinn varð dálítið lægri og
mjórri að neðan, breiðari
að ofan og hallaðist meir
fram en áður. Nú var eigi
framar vafið líni um stinn-
an kjarna. Faldurinn varð
nú sjálfur stinnur, venjulega
mjög bogiun, vængur úr pappa; utan á hann var saumað hvítt
léreft. Eigi var hægt að bera hatt utan yfir þess konar faldi (iq
c., 12.—15. mynd), og datt hatturinn því úr sögunni.
16. Útsaumur framan á samfellu.
(í Forngripasafninu),
2