Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Side 20

Eimreiðin - 01.01.1904, Side 20
20 Hempan. Hempan var og reiðfat. Hún var kápa úr svört- um dúk eða vaðmáli. Á báðum börmunum var hún skreytt flos- böndum eða svörtum heimaofnum leggingum, er líktist sundur- skornu flosi. Hempan — fáeinar hempur eru í Forngripasafninu í Reykja- vík — var þröng um hálsinn og ermaþröng alveg fram á úlnlið, en annars var hún víð eins og prestshempa. Hún var litlu styttri en pilsið. Yíirleitt gjörði hún sama gagn og kápa. Hún kom í stað gömlu hempunnar. Ríkar konur festu silfurspennur eða silfr- aðar spennur á hempuna yfir brjóstin eða á hempubarmana. 20,-—21. Barnshúfur. (í Forngripasafninu). Auðvitað vildu konurnar, einkum við hátíðleg tækifæri, bæði vera sjálfar skrautklæddar og auk þess hafa skreytta hesta til reiðar. Sakir þess var allmiklu fé varið til að skreyta rækilega eigi aðeins svipuna heldur og söðulinn og öll reiðtýgin. Ég hefi áður á öðrum stað1 minst á kvensöðlana. — Éeir vóru með sömu gerð á öllum miðöldunum og fram á síðustu tíma. — Söðlarnir vóru skreyttir mesta skrauti, málmlagning og drifnu látúnssmíði. Öll reiðrýgin vóru og skreytt á líkan hátt. (28 og 29. mynd). Stórt og fallegt áklæði, vel ofið og margbreytt að lit, var lagt yfir söðulinn áður en konan settist í hann. Á vetrum var áklæð- 1 Hesten i Nordboernes Tjeneste paa Island o. s. v. (Kbhavn 1902).

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.