Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 22

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 22
22 Pa var selt á íslandi bæði stórgerðara og smágerðara klæði frá Danmörku. Embættismenn, konur þeirra og börn, kaupmenn og yfirleitt allir, sem stóðu að einhverju leyti fyrir utan bænda- stéttina, reyndu á íslandi, eins og ávalt og alstaðar, að standa einu stigi ofar en alþýðan, með því að bera föt, útlend að sniði og smágerðari að efni. Smátt og smátt fóru bændur og konur þeirra að líkja eftir heldri mönnum og konum. Á þann hátt gat útlend tízka með hægð náð föstu haldi á þjóðinni. 24.—25. Reiðföt frá ofanverðri 18. öld. (í Forngripasafninu). Litirnir. Á viðreisnartímanum vóru, eins og áður er sagt, fataefnin mjög marglit. En á 18. öldinni hafði smekkurinn breyzt í þessu efni. Eggert Ólafsson1 kemst svo að orði um sam- tíðarmenn sína: »Á öllu landinu gengu bændur í svörtum vaðmáls- fötum, svo manni gat dottið í hug, að þeir væru ávalt syrgjandi. í fyrndinni báru þeir þó eigi svarta heldur brúna, gráa og hvíta vaðmálskyrtla. Og á helgum dögum báru margir bláa og rauða kyrtla«. Heldri menn og konur báru mjög »hjálita búninga úr 1 Eggert Olafsen og Bjame Povelsen. Rejse igennem Island o. s. frv. (Sorö 1772).

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.