Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 23

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 23
23 útlendu efni. Áður var fataefnið eingöngu úr ull, en nú um þess- ar mundir er silki og flos orðið alment, einkum silkisokkar og silki- og flosvesti«. Á 19. öldinni hélt smekkurinn sér með tilliti til einlitra, dökk- leitra fataefna. Pó var miklu fé og fyrirhöfn varið til þess að skreyta fötin: Treyjan og upphluturinu var einkum skreytt gull- og silfurútsaum, og pilsið skreytt ýmsum litum. (16. og 17. mynd). Skartgripirnir. Á söguöldinni var það, eins og áður er sagt, almennur siður, að festa fjölda skartgripa á kvenbúninginn. Sú tízka hefur óefað haldið sér öld eftir öld. Varla hefir þó kven- búningurinn verið mjög hlaðinn skartgripum á tímabilinu næst á undan viðreisnartímanum. Pegar það varð aðaltízka á Norðurlöndum að bera dýr föt og skartgripi, þá urðu og skartgripirnir um sömu mundir tíðari á íslandi. Á kvenbún- ingnum frá 1652 (2. mynd) er aðeins einn skartgripur; hann hang- ir í festi um hálsinn. En á búningunum frá 168 5 eru tvöfaldar spenn- ur á brjóstum og raðir minni skartgripa niður eftir börmunum. ‘ fetta var þýzk tízka, sem fljótt hafði breiðst út til Norðurlanda. Hún var ekki almenn í byrjun 16. aldar. Hvidtfeldt segir, að danski aðallinn hafi eigi borið gullfestar um þær mundir. En á 17. öld varð allmikil breyt- ing í því efni. Pað kom og í ljós á íslandi, því þar urðu gull- festar um háls og axlir hátízka. Auðvitað kom tízka þessi nokkru seinna til íslands en til nágrannalandanna, en á hinn bóginn hélt hún sér lengur þar (7., 8., 10. c. og 12. mynd). Tréskurðurinn1 og hið drifna látúns- og málmsmíði íslendinga bendir augljóslega á listasnið, er rekja má frá víkingaöldinni, öld eftir öld til vorra daga. Nálega eins er því varið, að því er silf- urgripina snertir (30. mynd). 1 Sbr. Arthur Feddersen: Islandsk Kunstindustri sTidsskrift f. Kunstindustri« 1887.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.