Eimreiðin - 01.01.1904, Page 24
24
Yfirleitt koma þó gripirnir fram í nýjum myndum og nýju
sniði eftir viðreisnartímann. Auðséð er, að þá hefir komið nýtt
líf og fjör í gullsmíðalistina á Islandi.
Silfursmíðið var gert á tvennan hátt: annaðhvort með
steypu eða vírsmíði. Auk þess var það auðvitað drifið, letur-
stungið og gylt með algerðri list. Steyptu munirnir eru, eins og
Feddersen hefir sýnt fram á, auðugastir að arfgenginni flúrlist.
íslenzku mittisbeltin eru oftast sett einni röð af steyptum
eða drifnum silfurþynnum. þær
eru annaðhvort festar saman með
hlekkjum eða saumaðar á undirlag
úr silkiflosi. Beltin enda að fram-
an með spennu, sem er í tveimur
eða þremur liðum. Belti þessi eru
afargömul. Á sumym beltum er
dýramyndaflúr, á öðrum rómönsk
(30. mynd) og á enn öðrum gotn-
esk flúrlist. Flestar millurnar,
sem fylgdu upphlutnum, vóru og
steyptar. Á þeim er og mikið
listasnið frá gotneskum stíl til við-
reisnarstílsins.
Sérstakt einkenni síðari tíðar
er íslenzka vírsmíðið eða víra-
virkið. Að mestu leyti er það
»steypt víravirki« 0: nálega runnið
saman við undirlagið. Pað ber af
norska víravirkinu, sem að líkind-
um er sömu ættar. Að útliti er
íslenzka víravirkið miklu djarfara
og auðugra. Orsökin til þess er sú, að vírbrögðin eru sameinuð
undir áhrifum sterks hita.
Jafnhliða »steyptu víravirki« er annað víravirki, þar er vírinn
festur með kveiking.
Báðar þessar tegundir »víravirkja« skreyta beltisspennur,
hengigripi og hnappa, smáa og stóra. Fangamark eigandans er
þá oft fest bæði við spennurnar og hnappana.
Silfraðar festar vóru fram eftir öllum öldum mesta tízkuskraut.
(7., 8. og 10 c. mynd). í festunum héngu krossar, róðukrossar
27. Kona í fyrri tíma reiðfötum.
(í Forngripasafninu).