Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 27

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 27
2 7 Vér höfum nú reynt að lýsa íslenzkum kvenbúningi frá forn- öld til vorra tíma. Vér viljum nú að endingu minnast á nútíðar- kvenbúninginn íslenzka. Um miðja 19. öld báru íslenzkar konur kvenbúning þann, sem þegar er lýst. En þá hófust innlendir straumar, sem stefndu að því, að gera búninginn fegri, að ryðja sér braut. Á þann hátt kom fallegi kvenbúningurinn fram, sem nú er borinn á Islandi. Sigurður Guðmundsson málari1 (1833—1874) hóf þá hreyfing, sem kom nýja búningnum á fót. Eigi hvað mikið að honum sem málara, en hann var gæddur ágætu listaviti og gaf sig allan við þjóðhátta- sögu. Hann reyndi því að vekja fegurðarvit landa sinna. Einkum þótti honum miklu skifta, að listiðnaðurinn þrosk- aðist í samræmi við gamlar fyrirmyndir. Með brennandi áhuga og mikilli elju hepn- aðist honum að koma íslenzk- um kvenbúningi á fót. Pótt búningurinn sé eigi nýr, þá er hann þó að mörgu leyti yngdur upp og endurbættur, og er nú viðhafnarbúningur íslenzkra kvenna. Hann er aðallega lagaður eftir eldri búningnum, en er fallegri og sjálfum sér samkvæmari. Breiða faldinum var breytt í einskonar frýgverska húfu o. s. frv. Eftir dauða Sigurðar gaf Guðrún Gísladóttir út rit2 hans um kvenbúninginn. Fjölmörg snið (í myndum) fylgdu ritinu. Eftir þeim var hægt að snfða einstaka hluti búningsins og sauma hann. Skautbúningurinn. Á höfðinu er borinn faldur (31. mynd). Hann er há, hjálmmynduð húfa úr hvítu lérefti. Innan í 1 Valtýr Guðmundsson: Islands Kultur igoo. Kbhavn 1902. 2 Um íslenzkan faldbiíning með myndum eftir Sigurð málara Guðmundsson. (Khöfn 1878).

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.