Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 28

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 28
28 henni er pappi, fyltur baðmullarflóka. Aftan á henni er borða- lykkja úr hvítu silki. Yfir húfunni er hvít, gagnsæ blæja eða lín. Blæjan er brydd útsaum eða kniplingum. Blæjan er fest við neðri brúnir húfunnar, lögð upp yfir toppinn og fellur svo niður á bakið. Utan yfir neðstu brún húfunnar er fest annaðhvort djásn úr gyltu látúni eða koffur (ennishlað) t. d. úr hvítu silki með silfur- eða silfruðum doppum eða grindum, skreyttum með víra- virki; stundum er þetta aðeins úr látúni. Til þess að halda húf- unni fastri á höfðinu, er koffrið lagt utan um neðstu brún hennar. Sjaldan er borið slegið hár. Pað er venjulega fléttað í tvo eða fjóra langa fléttinga. Aðeins endum þeirra er stungið upp undir skautið, svo þeir hanga í lykkjum niður á herðarnar. Búningurinn er skauttreyja og pils. Treyjan er úr dökk- leitu (oft svörtu) klæði. Stundum er hún dálítið flegin um hálsinn og um úlnliðina, en annarstaðar er hún þröng. Um hand- veginn, um hálsinn, á börmunum og um ulnliðina er hún skreytt gull- eða silfurút- saum, oftast baldýruðum borðum. Um hálsinn og um úlnliðinn er hvít líning og þess konar. Á brjóstinu undir treyjunni er borið hvítt, stint, útsaumað léreft, brjóstið; í það sést gegnum mjótt op milli treyju- 32. Kona í hversdagsWningi. barm«nna. Brjóstskartgripur eða brjóst- nál, oftast gamalt smíði, er fest efst á brjóstið við hálsmálið. Ermarnar um úlnliðinn eru með dálítilli klauf. Par eru stundum ermahnappar úr silfri. Um mittið er borið belti. Pað getur verið tvennskonar, annaðhvort flosbelti eða stokkabelti. Á flosbeltið eru saumaðar silfur- eða silfraðar spennur, sem eru íþróttarsmíði. Stokkabeltið er samfestir silfur- eða silfraðir stokkar. Oft hangir sproti, eftir gömlum sið, niður frá stokkabeltinu, þá heitir það sprotabelti. Viö beltið hangir smágerður vasaklútur, handlín, eða konan heldur á honum í hendinni; klúturinn er oftast úr hvítu silki. Samfellan, sem er mjög feld að ofanverðu, er úr sama efni og með sama lit eins og treyjan.. Að neðanverðu er hún skreytt bryddingu. Á brydd- ingunni eða fyrir ofan hana er fallegt, útsaumað silkiblaðskraut með ýmsum litum. Á fótunum eru annaðhvort bornir almennir skór eða íslenzkir

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.