Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Qupperneq 32

Eimreiðin - 01.01.1904, Qupperneq 32
32 A t h s. Grein þessi er þýðing á danskri ritgerð, (»Den islandske Kvinde og hendes Dragt«), sem næstliðið ár birtist í »Tidsskrift for Industri*, Hér er þó slept nálega ^/3 framan af þeirri ritgerð, sem aðallega er um réttarstöðu íslenzkra kvenna í fornöld. í frumritgjörðinni eru og miklu fleiri myndir, 77 alls, en margar þeirra snerta lítið sögu íslenzkra kvenbúninga. í þýðingunni hafa fáeinar smábreytingar verið gerðar á einstöku stað og ber ritstjórnin ábyrgð á þeim. í*ó hér sé fljótt yfir sögu farið, vonum vér að ritgerðin verði mörgum kærkomin, því bæði hún sjálf og myndirnar gera mönnum mun auðveldara að glöggva sig á sögu íslenzka kvenbún- ingsins, og gæti hún því orðið mikil leiðbeining og góður grundvöllur undir fyllri ritgerð og nákvæmari um þetta efni, sem full þörf væri á fyrir Islendinga sjálfa að fá, og mörg tildrög eru til í ritgerðum Sigurðar heitins málara, bæði í Nýjum félags- ritum og Forngripasafnsskýrslum hans. Hins vegar nægir þetta yfirlit fyllilega fyrir útlendinga, sem það og er skrifað fyrir. RITSTJ. Bjarni Thórarensen og Stephan G. Stephansson. Líkingarnar eru það, sem fyrst og fremst einkenna skáldskap Bjarna Thórarensens. Og þær eru svo mergjaðar, að það virðist einkar vel til fallið, þegar hann talar um, að hann hafi fundið kvæðakraft í brjósti sér. Dæmin eru kunnari en svo, að þau þurfi að nefna; aðeins má minna á, hvernig útsynningshljóðið verður í eyrum hans »sem leiki náklukkur á loftramböldum«, þegar hann hugsar um lát vinar síns; hvernig torfur, sem skolast hafa upp á grjóteyrar, verða af sömu ástæðu í augum hans »dökk feigðarkuml« eins og »ógróin leiði yfir jörðuðum ná« og hvernig hann notar »horfinn ilm« í hinni yndislegu vísu »þá eik í stormi hrynur háa«. Hvergi kemur þó betur fram, en í kvæðinu »Vetur« (»Hver ríður svo geyst« o. s. frv.), hvernig skáldgáfa hans er samkynja því ímyndunarafli, sem til forna skóp úr náttúrumögnunum Æsi og Jötna. Af því að ímyndunaraflið er svo ríkt, að það ber nærri skynj- unina ofurliða, þá láta Bjarna betur líkingar en lýsingar, þó að vísu væru til fagrar myndir af náttúrunni í huga hans, eins og sýna þessi orð: Sólgyltan man eg Múla mæna þar völlu of græna o. s. frv.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.