Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 33

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 33
33 Um Jónas Hallgrímsson má segja þvert á móti, að honum láti betur lýsingar en líkingar, af því skynjunargáfan var svo frá- bærlega næm, að hún mun hjá fáum eða engum íslendingum hafa verið eins. Vegna þess átti hvert fagurt íslenzkt orð sér góðan jarðveg í huga Jónasar, og vegna þess var hann, mér liggur við að segja, of »sannorður og trúr« til að geta lýst náttúrunni öðru- vísi en hún er. Petta kemur skrítilega fram í orðum eins og þess- um: »Með hjálminn skygnda hvítri líkan mjöll«. Jónas ætlar þarna að líkja jöklinum við hjálm, en það verður úr, að hann líkir honum við það, sem hann er líkastur (sbr. gátuna: hvaða fugl er líkastur hrafninum). Eitt hið bezta skáld íslenzkt á síðari tímum, Stephan G. Stephansson minnir að gáfnafari meir á Bjarna Thórarensen en nokkurt annað skáld. ímyndunaraflið er svo tröllaukið, að náttúr- an verður öll lifandi í líkingum hans, orðatiltækin svo mergjuð, mannvitið svo frábært. En Stefán lítur líka á náttúruna opnum augum og sínum augum; hann nýtur þess ef til vill, að hann hefur ekki á barnsárunum, þegar mönnum er hægast um nám, gengið í einhvern skóla, þar sem menn helzt læra að líta með annara ■augum á ýmislegt, sem varðar þá litlu; en að læra að sjá með annara augum er að ýmsu leyti ekki betra en að vera blindur. Stephan G. Stephansson minnir á þá menn, sem fyrstir sköp- uðu ýms íslenzk orð og málshætti, sem varla eiga sinn líka að afli og speki; hann hefur það einkenni listamannsins, að orðin koma frá honutn eins og nýslegnir gullpeningar, en ekki eins og margþvældir seðlar; hann hefur líka það einkenni skáldsins, að -að kvæðin hans hafa eins og sinn eigin róm. Pó dettur manni stundum í hug, hvort íslenzkunr.i mundi ekki ef til vill hafa orðið ennþá meiri ávinningur að því, ef hann hefði lagt meiri stund á að rita óbundið mál en bundið, Hér á íslandi er Stephan G. Stephansson helzt kunnur af kvæðabálkinum »Á ferð og flugi«; hygg ég, að hver sá, sem hefur lesið það kvæði einu sinni, muni lesa það oftar. Má þar finna nóg dæmi til að sanna það, sem hér hefur verið sagt. Tar eru þessi orð um eimvélina: Hjá stöðinni lagðist hún másandi móð, sem mist hefði dragkraft og þol. En hjartaslög gufunnar heyrðust þó enn í hrafnsvörtum, gljáandi bol. 3

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.