Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Side 34

Eimreiðin - 01.01.1904, Side 34
34 Og þetta: Pað fór einsog vant er — hver uppspretta auðs, sem orðið gat Fátækum bót, varð gullsnara Fépúkans harðara heft um hlekkbundinn Oreigans fót. Ef til vill ber III. kaflinn (Ragnheiður litla) og IX. kaflinn (Daginn eftir hlákuna) af öðru í þessum ágæta kvæðabálki, en einstakar linur úr þeim geta ekki gefið mönnum rétta hugmynd um kvæðin. • , í XVII. kaflanum eru þessi orð sannnefnd spakmæli: Að ég væri fulltrúa’, að fyndist þó loks í framtíðar ómælishyl það gull, sem að óþekt í aurunum lá og atvikið gróf ekki til1. Algengari er nú ef til vill í mannseðlinu sá saur, sem atvikin grafa ekki til, en það væri gaman að vita af mörgum stöðum í íslenzkum bókmentum, þar sem jafn djúpviturleg hugsun væri sett fram af annari eins snild og öðru eins afli og gert er f þessari gullgrafaralíkitigu. í erfiljóðum eftir Stephan G. Stephansson er þetta: . . . »þann flaðrarafans þú fyrirleizt sjálf, sem á leiði hvers manns með leirugum loftungum blaðra«. Mér finst, að líkt þessu mundi Bjarni Thórarensen hafa getað komist að orði. Pað kvað vera von á, að kvæði Stephans G. Stephanssonar komi bráðum fyrir almenningssjónir í einni heild, og munu margir hlakka meira til að sjá þá bók en flestar aðrar, sem út hafa komið á síðari árum. Munu fleiri en sá, er þetta ritar, óska þess, að kvæðunum verði raðað eftir aldri, svo að þess auðveldara verði að gera. sér hugmynd af þessu vitra og sannorða skáldi. 24/ia. '03. HELGI PJETURSSON. 1 Leturbreytingin eftir mig. Annars er það galli á kvæðunum, hvað margar alveg óþarfar leturbreytingar eru í þeim.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.