Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 36

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 36
36 Og vonirnar örendar óglaðir reitt Með Agli, frá hafi til grafar. Og þú getur eins hafa siglt þenna sjó í seti við arninn þinn heima, Pví það liggja’ í átthögum — örðugri þó — In ónumdu lönd, sem menn dreyma. En landnemi! hvar sem þitt öndvegi er — Sem ákváðu stormur og bára — Hljót þakkir og lof; ekki letrað af mér, En landnámi fimtíu ára. II. En þú, sem ert haustfegurst, leiðsögn í leit Og ljósgjafinn skammdegis-þjóða, Sem blástjarnan einstök, svo hrein en ei heit: í>ú heilla-dís norrænna ljóða. Með glymjandi strenginn við stuðla-föll slétt Um stjörnu-hröp þaninn og logann, Sem iðar sem neistaflug, niðar svo létt, Sem norðurljós kveykt sé í bogann. Hvert manstu' oss? sem þráð höfum óð þinn og ást Frá æsku og þig höfum munað; Sem vonbiðlar tryggir að dýrð þinni dást, Er dagsetrið byrgði hvern unað. Sem hinar ei blíðmál né broshýr ert þú, Né brigðlynd og tvíræð í orðum; En kostavönd ertu sem kongsdóttir sú, Er kaus um þau manns-efnin forðum. Hún matti þá jafnsnjalla áformum í Og æskunnar hugsjónum ríkum. »Ég unt gæti báðum — en bíð eftir því, Sem býr undir ætlunum slíkum«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.