Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Qupperneq 44

Eimreiðin - 01.01.1904, Qupperneq 44
44 nöfnum er fyrir mig. — Ykkur skilst ekki, aö langt niðri í dýpinu, þar sem allar gamlar endurminningar liggja dauðar og verða að moldu, þar sprettur það upp af myldnum minningaleifum — fæðist og vex eins og ljóðin hjá skáldunum, með fjölmörgum, fínum rót- aröngum, sem læsa sig langt niður á við. — Og nú heimtar þú, að ég dragi hið fegursta þeirra fram í dagsbirtuna, rykki því upp með rótum og kasti því til grips fyrir hvern, sem hafa vill. — Nú það er ekki þar fyrir, vindillinn hans föður þíns er góður; askan er þétt og hvít og reykurinn með hæfilegum bláma, þegar hann ber við döggvotan gluggann — opnaðu gluggann, svo við getum eygt út yfir húsþökin rauðu og hinn bláa sæflöt! Sko! Nú þyrlast reykjarhringirnir út í kornblátt vorloftið, þú getur fylgt þeim með augunum langar leiðir burt frá þessum þrönga þak- klefa; — nú dreymir þig, að þú líðir sjálfur burt með þeim, langt burt, út í geiminn ómælanlega, — dreymir um æfintýri, um að laumast burt til siglinga og sjóferða, dreymir um að fást við hluti, sem aldrei hefur fallið í nokkurs manns hlutskifti að fást við áður! Já, öldungis rétt, þig dreymir, það er víst og satt, en þú hleypst ekki á brott, þú munt verða kyr heima og láta siglingar og æfin- týri eiga sig — því þú ert sonur hennar mömmu þinnar — þú getur ekki fengið af þér að hlaupast á brott frá henni mömmu þinni, á ég við. — Veizt þú, piltur minn, hve mörg líf eru í einum ketti? Hafir þú nokkurn tíma reynt að hengja kött, þá hlýturðu að vita, að hann hefur sjö líf að láta, áður þú fáir lagt hann að velli. En drengur á þínum aldri, hann hefur sjö sinnum sjö líf — svo mörg eru þau til taks fyrir hann, hann þarf ekki annað en hitta. En gáðu nú að þér! því hvenær sem þú hittir og nærð tökum á einu þeirra, þá skreppa hin burt á milli handa þinna; — það gengur eins og þegar menn eru að veiða froskunga í tjarnarpolli. Ha ? ertu að brosa að gamla kennaranum þínum ? Hversvegna gamla — engum dettur í hug að kalla hann pabba þinn gamlan, og þó erum við, ég og hann faðir þinn, nálega jafnaldra. — En sko, það gerði gæfumuninn, við hittum hvor á sinn hátt! Sú var tíðin, piltur minn, að öll þau auðæfi komust ekki fyrir í huga mér, sem ég ætlaði að sækja út í heiminn og flytja heim til mín, — og svo varð ekki annað úr öllu saman, en lítilsháttar tungu- málagrautur, til að troða í ykkur heimska skólastráka. Og nú átt þú bráðum að fara að hitta! Nú, ég ber nú engan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.