Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 55

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 55
55 kost og löst á bókinni að vorum dómi, án alls tillits til þess, er áður hefur verið um hana skrifað, enda má um það segja hið fornkveðna: »sumt var gaman, sumt var þarft, en sumt vér ei um tölum«. Bókinni er skift í 4 kafla og heitir hinn fyrsti þeirra »Móður- minning«, (bls. 9—21). Það eru tvö afbragðsfalleg kvæði, þar sem skáldið lýsir ást sinni og sonarlegu hugarþeli til móður sinnar látinnar, og gerir hann það mjög átakanlega, bæði með miklum krafti, næmri tilfinning og skáldlegri snild. Hve kröftuglega hann lýsir sonarást sinni, sýna meðal annars þessar vísur: Með veikri hugdirfð skyldi eg vaka á leiði því, er vinu mína geymir, nótt er byrgir hauður. En gröfin eina á jörðu, er gæti eg sofið í, er gröf þín, mamma, bæði lífs og dauður. Frá dauðra manna vitum í djúpri grafarþró menn draga’ ei andann sér til heilsuþrifa. En höfuðkúpu mömmu ég heldur kysti þó, en hláturvarir þeirra kvenna, er lifa. Má vera að sumum þyki hér nógu langt farið og jafnvel gengið á bug við skáldlegan smekk, en vér sjáum þó ekki, að svo mikil brögð séu að því, að aðdáunin fyrir þeim krafti, sem lýsir sér í þessum orðum, hljóti ekki að yfirgnæfa. I síðara kvæðinu tekur skáldið það meðal annars til íhuganar, hvort móðir sín sé nú látin til fulls og alls, eða hún muni halda áfram að lifa út yfir gröf og dauða, og kemst hann að þeirri niðurstöðu með því að skoða lífið í náttúrunni alstaðar í kringum sig, að hún hljóti að lifa. Niðurlagserindi kvæðisins hljóða svo: Getur það verið: þú vakir? Það vildi ég gjarna, Hitt er mér sorg, ef þú sefur í svartnætti grafar. Hvarvetna hreyfir sig lífið, hitinn og ljósið, hvarvetna á himni og jörðu; þú hlýtur að vaka. Augnráð þitt sé ég í sólu, en sorg þína í döggum, bros þitt í glóandi geislum, í golunni andann, Rödd þín í árniðnum ymur; en ást þína málar kvöldroði á svefnhöfgum sævi. Ég sé að þú vakir. Annar kaflinn heitir »Munablóm« (bls. 25—85) og er það safn af ástakvæðum til unnustu skáldsins og konu (síðasta kvæðið). Ekkf ber því að neita, að margt er fallegt og vel sagt í kvæðum þessum. en yfirleitt er hann þó lakasti kaflinn í bókinni. Af eiginlegum ásta- kvæðum er þar í rauninni nauðalítið, heldur eru kvæðin mestmegnis , tómar náttúrulýsingar, og tekst höf. oft prýðilega upp í þeim. Sem dæmi þessa má nefna kvæðið »Vornótt« (bls. 50). Það byijar svo: Vorgyðjan situr við sæinn með sólrita í hendi og færir á fjörðinn í letur um för sína norður; situr á sandsteypu granda og sér út á djúpið, langt út í glóbirtu-geiminn með gullhlað um enni.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.