Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Side 58

Eimreiðin - 01.01.1904, Side 58
5« hans væri eða hæfileikar hans yfirgripsmiklir. Nú ætti þetta að vera hægra, þar sem tök eru á að kynna sér heilt Ijóðasafn eftir hann í einu lagi, þar sem kostur er að sýna meðferð sína á margs konar og margbreyttu efni. En samt vantar enn mikið á, að hægt sé að glöggva sig á því til fulls, hve miklum hæfileikum hann er búinn. Eitt af góðskáldum okkar (vestan hafs) hefur í einu af kvæðum sínum sagt, að það hafi víst fleiri en hann furðað sig á »fjölgresinu á Sandi«. Vér erum að minsta kosti ekki í þeim hóp. Vér höfum sem sé ekki orðið varir við þetta »ljölgresi« í kvæðum G. F. Hitt er miklu fremur, að oss hefur furðað á, hve tegundirnar væru fáar, jafn- góður og jarðvegurinn virðist að vera til gróðurs — þó »sandur« sé. tví kjarngóðar eru þær óneitanlega þessar fáu tegundir, sem vér höf- um séð, og geta líka birzt í ýmsum blómgunarmyndum, þótt oftast sé það »sama tóbakið«, þegar farið er að grannskoða þær. Tbað er ein- mitt einn aðalgallinn á kvæðum G. F., að tilbreytnin í þeim er altof lítil, bæði í efnisvalinu og meðferð þess. Aftur og aftur koma sömu lýsingarnar og sama efnið. Flest eru kvæðin um náttúruna kringum hann, veðrið, menn og skepnur — alt í hans eigin sveit, því út fyrir hana kemst hann aldrei, að kalla má. Nafnið á bók hans, »Úr heima- högum«, gat því ekki verið betur valið. Því hann er altaf í henni í heimahögunum. En það má hann eiga, að hann hefur glögt auga fyrir öllu því ytra, sem fyrir hann ber þar, og kann að klæða lýsingar sínar í fagran búning, með miklu orðskrúði og smellnum samlíkingum, þó þær oft séu meira orðaleikur, en að djúpsett hugsun liggi í þeim. það dregur og úr áhrifunum, að honum hættir við að klifast á sömu samlíkingunum og orðtækjunum í hveiju kvæðinu á fætur öðru (t. d. »langeldar vetrar (nætur)«, bls. 20, 59, 64, 244, 256; »ljóskyndill mána«, bls. 20, 59, 181; »senda yl og Ijós (ljós og líf) með hveijum pósti«, bls. 29, 118 o. s. frv.). Stundum verður líka orðalagið miður hugsanrétt, t. d. þar sem hann talar um að »heyra geislana skína«, en »sjá ámiðinn ymja« og »sjá andvarann hjala« (alt á bls. 20). Hann mun nú vilja segja, að þar sé um yfimáttúrleg skilvit að ræða. En sama verður ofan á, þegar hann talar um sín eigin skilvit (og þau eru þó líklega ekki yfirnáttúrleg?). Hann þykist sjálfur »sjá andann í golunni« (bls. 21) og geta borið um að hún (golan) sé »himinheið« (bls. 156) og »blíð á brá« (bls. 172). Þetta verður annaðhvort að kalla ofsjónir eða hugsunarvillu. Yfirleitt eru lýsingar G. F. smekklegar, en þó getur út af því bmgðið. Alveg einstök í sinni röð standa vísuorðin: »út að strandar úrnum hleinum | ota náði eg gönguteinum« (bls. 145), þar sem síðasta vísuorðið er bergmál af örgustu rímnahortittum, »úmum« málvilla (fyrir »úrgum«) og »hleinum« illa valið orð. En slíkt er alveg einstök und- antekning, sem óþarfi væri að taka frekar tillit til, ef ekkert væri fleira, sem benti í þá áttina, að listasmekkur höf. sé ekki eins næmur og æskilegt væri. En á það virðist oss það benda, þegar hann er að lýsa hinum »láiéttu bijóstum* unnustu sinnar (bls. 53), því hingað til hefur það ekki þótt nein prýði á kvenmanni, að hún væri flatbijósta, heldur einmitt hið gagnstæða (»mjúk eru bijóstin, hvelfd og há« segir Tegnér, og hann vissi hvað hann söng, er um fegurð og listasmekk

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.