Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Side 59

Eimreiðin - 01.01.1904, Side 59
59 var að ræða). Ef það er rétt, að unnusta G. F. sé svona sköpuð, þá var óþarfi að vera að bera það út. í sömu áttina — þó í minna mæli sé — virðist oss það benda, þegar skáldið alt í einu frá háfleygri og ljómandi lýsing á kvelddýrðinni úti fyrir bregður sér inn í eldhúsið til konu sinnar og fer að lýsa því, hvernig hún »standi þar við hlóð- imar að bakstri og suðu í sótskúraþokunni« (bls. 85). Ef höf. hefur ekki auga fyrir því, að þetta verður beinlínis ósmekklegt, einkum þar sem andstæðan er jafnglæsileg, þá er eitthvað bogið við listasmekk hans. Miður smekklegt virðist oss það og, er höf. legst á bæn til drottins og biður hann að »taka á mildi sinni og leggja að norður- ljósa eldi og láta mána og stjörnur skína, þegar hún (unnusta skálds- ins) hirðir þvotta sína, þarf að fara út á kveldi« (bls. 80—81). f'að fer aldrei vel á því, að setja hið háleitasta og hversdagslegasta þannig í samband hvað við annað. Enginn akur er svo fijór að hann ekki þarfnist áburðar og góðrar ræktunar, ef hann á að geta gefið góða uppskeru. En alveg sama regla gildir um manninn og þá ekki síður um skáldin en aðra. Hversu mikinn frumleik og gáfu sem þau kunna að hafa þegið frá náttúrunn- ar hendi, er þeim nauðsynlegt að verða fyrir utanað komandi áhrifum frá öðrum, til þess að auka þekkinguna, bæta smekkinn og glæða til- finninguna. Þessara áhrifa geta þau aflað sér sumpart með lestri skáld- rita og annarra bóka og sumpart með lífsreynslunni og umgengni við aðra menn. Sýna nú kvæði G. F. að hann hafi orðið fyrir slíkum nauðsyn- legum þroskaáhrifum ? Já, að vísu nokkrum, en þó ekki nægilegum. Á áhrifum annarra skálda á hann ber mjög lítið og teljum vér það fremur löst en kost, því áhrif eldri góðskálda á ung skáld geta verið afarmikils virði fyrir þau. Skyldu menn t. d. ekki hafa saknað neins hjá Jónasi Hallgrímssyni, ef hann hefði farið algerlega á mis við áhrifin frá Heine? Auðsætt er, að Bólu-Hjálmar hefur haft töluverð áhrif á G. F., því margar af líkingum hans sveija sig í ætt við líkingar Hjálm- ars. Auk þess minna þessi vísuorð á Hjálmar (bls. 105): Mín ei skyldi hefndin hika, hefði eg rödd til guðs að kalla, þurka mundi eg ána alla; aldrei skyldi hún framar kvika. En sá er munurinn, að Hjálmar hefur röddina og hótar að brúka hana, ef á þurfi að halda: En viljirðu ekki til mín heyra, eilíf náðin guðdómlig, skal mitt hróp af heitum dreyra himininn ijúfa kringum þig. Að því leyti minnir visa G. F. fult eins mikið á Sonatorrek Egils Skallagrímssonar og löngun hans til að hefna hins druknaða sonar síns á goðmögnunum. En krafturinn er langtum meiri bæði hjá Agli og

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.