Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 65

Eimreiðin - 01.01.1904, Síða 65
65 9—io. »Sandfok og sandgræðsla á Landi í Rangárvallasýslu« og »Sandfok í Sauðlauksdal« eftir Einar Helgason. í fyrri greininni lýsir höf. sandfokinu í Rangárvallasýslu, sem nú er sumstaðar að minka, og sýnir fram á, hvernig megi hefta sandfokið (með görðum) og græða upp sandinn. í seinni greininni ritar hann um sandfokið í Sauðlauks- dal. — fJar er og lýsing á því eftir síra Þorvald Jakobsson —. Sandurinn þar er smámulinn skeljasandur, blandaður algengum tjörusandi. Væn- legasta ráðið til að græða upp sandinn er að sá melkorni í hann. ii.—12. »Skýrsla um mjólkurskólann á Hvanneyri og mjólkur- búin hér á landi« eftir H. Grönfeldt og »Framhald af sömu skýrslu« eftir Sigurb Sigurbsson. í Búnaðarritinu 1900 er löng ritgerð eftir H. Grönfeldt um meðferð mjólkur (Eimr. VII, 211), en ritgerð þessi er skýrsla um starf hans »á íslandi sem kennara í mjólkurmeðferð«. Hann hefur ferðast fram og aftur um Árnes-, Rangárvalla-, Borgar- fjarðar-, Húnavatns-, Skagafjarðar- og Dalasýslur. Auk þess hefur hann verið kennari við mjólkurskólann á Hvanneyri. í viðbót við skýrslu þessa skýrir Sigurður Sigurðsson nákvæmar frá mjólkurbúunum. 10. júlí 1900 tók fyrsta mjólkurbúið til starfa (á Seli í Hrunamannahr. í Árnessýslu), og vóru félagsmenn aðeins 5. Síðan hefur búunum fjölg- að eftir öllum vonum. — Grönfeldt sýnir fram á, að koma megi blóm- legum mjólkurbúum á fót víðs vegar um landið. 13.—14. »Búnaðarkenslu-breytingartillaga« og »Dæmi frá ná- grönnum vorum« eftir Björn Bjarnarson. Höf. færir rök fyrir því, að kenslutíminn á búnaðarskólunum (2 ár) sé of stuttur og kenslan þar hljóti að vera langt of lítil. Or þessu vill hann bæta með því, »að skilja kensluna í þrent: 1. gagnfræðakenslu; 2. verklega jarðyrkju- kenslu, húsdýrahirðing m. fl.; 3. bóklega búnaðarfræði, og kenna sitt í hverju lagi«. Þessar tillögur sínar styður hann með »dæmi frá ná- grönnum vorum« (Norðmönnum, Dönum o. fl.). 15.—16. »Um súrhey« eftir Eggert Finnsson; lagleg smágrein. »Skýrsla til Búnaðarfélags íslands fyrir árið 1901« eftir Sigi/rr) Sigurbs- son er um störf þau, sem höf. hefur haft með höndum í þarfir fé- lagsins. 17. »Markaður fyrir ísienzkar landbúnaðarafurðir í útlöndum« eftir Gubjón Gubmundsson. Ritgerð þessi er fyrirlestur, sem höf. hélt í Búnaðarfélaginu 19. apríl 1902. Höf. talar fyrst um markað fyrir lif- andi sauðfénað og sauðfjárafurðir. Kjöt má flytja (og geyma) »ferskt, kælt, freðið, saltað og niðursoðið«. Hann getur þess, að flutningur og geymsla á söltuðu kjöti sé sáralítið notað nema á íslandi, og saltað kjöt þyki erlendum þjóðum eigi lengur mannsmatur. Hann tekur fram orsakirnar til þess, að íslenzkt kjöt er í lágu verði á markaðinum £ Lundúnaborg. Síðan ritar hann um hrossamarkaðinn og telur fram- tíðarhorfur hans mjög góðar, ef aðeins stærstu gallarnir eru bættir sam- kvæmt bendingum höf. Um smjörmarkaðinn og einkum fiskimarkaðinn ritar hann vel og greinilega. Ritgerð þessi er allmikið mál, og er vel með efnið farið. Tillögur höf. eru einkum þessar: Hann vill láta út- vega hraðskreitt skip. útbúið með kælivél, sem gangi milli íslands og Leith tvisvar í mánuði og flytji ísvarinn fisk, ferskt kjöt og smjör og aðrar ferskar vörur. í öðru lagi vill hann láta skipa landbúnaðarkoh- S

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.