Eimreiðin


Eimreiðin - 01.01.1904, Page 70

Eimreiðin - 01.01.1904, Page 70
70 minn, að þú veizt ekki, hvílíkum harmi þú hefur valdið«. Og hún gekk út á veggsvalirnar. Brúðguminn kom þangað til hennar. »Elskan mín«, sagði hann, »hví skín svo mikil sorg út úr andliti þínu?« I*á svaraði brúðurin: »Af því ég á elskhuga, sem ég hefi svarið að yfirgefa aldrei.* En hann sagði: »Vertu ekki hugsjúk út af því, að þú ert orðin konan mín, ég ann þér svo heitt, að ég ætla, að enginn gæti gert þig hamingjusamari en ég«. Hún svaraði einungis: »Svo hugsa allir, sem elska«. »Segðu mér aðeins hvað ég á að gera, til að reka sorgar- svipinn af andliti þínu«, sagði hann, »og ég skal sýna þér að mér er alvara*. Pá óx brúðinni hugrekki, og hún hugsaði: »Eg skal segja það; skeð getur að guð hræri hjarta hans«. Og hún sagði honum frá, að hún og elskhugi hennar hefðu svarið hvort öðru þann eið, að hvort þeirra, sem svikið yrði af hinu, skyldi fyrirfara sér á brúðkaupsdegi hins. »Svo að í dag fyrirfer elskhugi minn sér«, sagði brúðurin. Og knúð af sorg sinni féll hún biðjandi til fóta brúðgumanum. »Lofaðu mér að fara til hans, áður enn hann gjörir það«. Pá var sorg konunnar svo átakanleg, að jafnvel þó maður hennar hugsaði: »Láti ég hana fara til mannsins, sem hún elskar, sé ég hana aldrei framar«, þá yfirvann hann þó sjálfan sig og sagði: »Pu mátt gera, sem þér lízt«. Pá stóð hún upp og þakkaði honum með tárin í augunum. Síðan gekk hún inn í stofu til brúðkaupsgestanna, sem höfðu skipað sér í raðir umhverfis dúkuð borðin og biðu óþreyjufullir eftir máltíðinni; því þeir vóru orðnir mjög svangir eftir hina löngu reið frá kirkjunni og hina löngu guðsþjónustu. »Góðu herrar og frúr«, sagði brúðurin við þá, »ég verð að segja ykkur, að ég ætla með leyfi manns míns í kveld að heim- sækja unnusta minn. Pví hann mun fyrirfara sér í dag, af því ég er honum ótrú. Nú ætla ég að fara og segja honum, að ég hafi verið neydd til að giftast. Undrist ekki, að ég fer sjálf, því í slíkum erindagjörðum er hvorki bréf né sendisveinn nógu áreiðan- legt. En yður bið ég, étið, drekkið og verið glaðir, meðan ég er burtu. Því ég kem aftur, þegar ég hefi frelsað líí unnusta míns«. En allir borðgestirnir grétu, þegar hún sagði þeim frá sorg

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.