Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 6

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 6
8o 9. gr. (i) í neðrideild alþingis íra eiga sæti 164 þjóðkjörnir þingmenn, kosnir í kjördæmum þeim, sem talin eru í 1. viðbæti þessara laga, og kosnir af sömu kjósendum og á sama hátt, eins og þeir þingmenn, sem nú eru kosnir í írskum kjördæmum á al- þingi Breta. (2) Kjörtími þingmanna í neðrideild skal, nema þingið sé fyr rofið, vera 5 ár, talið frá þeim degi, er þinginu er fyrst stefnt saman eftir nýjar kosningar. (3) Þegar liðin eru 3 dr frd pví að l'óg pessi gengu í gildi, getur alþingi Ira breytt kosningaskilyrðum til neðrideildar, kosn- ingaraðferðinni og kjördæmaskipuninni; þó svo, að þingmannatala deildarinnar haldist óbreytt og hæfilegt tillit sé tekið til mann- fjölda kjördæmanna, annarra en háskólakjördæmanna. 10. gr. (1) Oll fjdrhagslög, skattar og ónnur tekjulög skulu einungis eiga upþtök sín í neðrideildinni; en ekki skulu það talin fjárhagslög né skatta, þótt lög innihaldi ákvæði um fjár- sektir eða leyfisbréfagjöld eða embættislaun, sem ákveðin eru í iögunum. (2) Neðrideild Ira skal ekki taka að sér né samþykkja neina ályktun, ávarp eða lagafrumvarp um það, hvernig verja skuli nokkrum hluta af landsjóðstekjum Irlands eða nokkrum skatti, nema samkvæmt meðmælum landstjóra á því þingi, sem ályktun- in, ávarpið eða frumvarpið er borið upp á. (3) Efrideild íra geiur ekki felt neitt frumvarp, sem fjall- ar eingöngu um skattd/ögur eða tekjur og útgjöld landsins, né heldur breytt nokkru slíku frumvarpi, né heldur getur efri- deild breytt nokkru frumvarpi í þá átt, að auka þau gjöld eða byrðar á þjóðinni, sem upp á hefir verið stungið. (4) Ekkert fjárlagafrumvarp skal fást við nein önnur efni en tekjur og útgjöld hvers árs. 11. gr. (1) Ef neðrideild lra samþykkir lagafrumvarp og efri- deild fellir það eða lætur vera að samþykkja það, eða samþykkir það með breytingum, sem neðrideild vill ekki fallast á, og ef neðrideild á næsta þingi aftur samþykkir frumvarpið með eða án nokkurra breytinga, sem gerðar hafa verið eða fallist á af efri- deild, og efrideild enn fellir frumvarpið eða lætur vera að sam- þykkja það, eða samþykkir það með breytingum, sem neðrideild vill ekki fallast á, þá getur landstjórinn á því sama þingi stefnt til sameinaðs þings af þingmönnum beggja deilda.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.