Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 9
»3
eða á hverskonar öðrum alríkisskatti skal takmarkast samkvæmt.
ákvæðum þessara laga;
(c) vald alþingis Ira til að breyta alríkisskatti skal ekki ná
til þeirra stimpilgjalda, sem talin eru í 2. viðbæti þessara laga;
(d) alþingi Ira skal ekki breyta neinum tollum né framleiðslu-
sköttum þannig, að tollur á samskonar vörum og framleiddar eru
á Irlandi nemi meiru en framleiðsluskatturinn, nema sem svarar
hæfilegum kosnaðarmismun við eftirlit og innheimtu.
22. gr. (i) Til þess að framkvæma fjárhagsákvæði þessara
laga, skal stofnuð stjórnarnefnd, sem kallast samsjóðsstjórn, og
eru í henni 2 menn skipaðir af fjárhagsstjórn Breta, 2 af fjár-
hagsstjórn Ira og formaður skipaður af konungi.
(2)Samsjóðsstjórnin skal úrskurða öll þau fjárhagsspursmál, sem
lög þessi skylda hana til, og hverskonar önnur spursmál viðvíkj-
andi sérmálatillaginu eða tekjum og útgjöldum Ira, eða kostnaði
við undanskilin stjórnarmál (sbr. 4. gr., 6), sem kann að verða skot-
ið til hennar af fjárhagsstjórn Breta og Ira í sameiningu, og skal
úrskurður hennar vera fullnaðarúrskurður.
26. gr. (1) Ef samsjóðsstjórninni virðist, að einhver 3 ár í
röð hafi tekjur af alríkissköttum og sérsköttum á Irlandi, ásamt
hlutdeild þeirri, er írum kann að bera í ýmsum tekjum Breta,
verið meiri hvert þessara ára, en sérmálatillagið og kostnaður
við undanskilin stjórnarmál, skal hún um það senda skýrslu til
fjárhagsstjórnarinnar og landstjórans, og skal afrit af þeirri skýrslu
lagt bæði fyrir alþingi Breta og Ira.
(2) Framkoma slíkrar skýrslu skal tekin gild ástæða til, að
alþingi Breta endurskoði fjármálaákvæði þessara laga, til þess að
tryggja hæfilegt tillag af tekjum íra til sameiginlegra útgjalda
Breta, og til þess að rýmka um vald alþingis Ira og stjórnar
þeirra til álögu og innheimtu skatta.
(3) Til þess að gera slíka endurskoðun skal kalla til neðri-
deildar Breta svo marga neðrideildar-þingmenn Ira, að jafnt hlut-
fall verði milli fulltrúafjölda Ira og Breta í neðrideild alþingis
Breta miðað við fólksfjölda, og skulu neðrideildar-þingmenn Ira
við slíka endurskoðun hafa fullrétti sem neðrideildar-þingmenn
Breta.