Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 12

Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 12
86 að því leyti sem þau koma í bága við lög brezka þingsins — en heldur ekki frekar — vera ógild. Pegar vér berum þetta heimastjórnarfrumvarp íra saman við stjórnarskrá vora og það frumvarp til sambandslaga, sem Danir hafa gert oss kost á, þá dylst eigi, að munurinn er geysimikill. írland er gamalt konungsríki og Irar 5—6 miljónir, en íslendingar ekki nema 80—90 þúsundir, og þó verða írar að gera sig ánægða með margfalt minni og takmarkaðri heimastjórn, en við íslend- ingar þegar höfum fengið, hvað þá heldur ef viðlíka sambands- lög yrðu að lögum og þau, sem oss voru boðin af hendi Dana 1908. Pví það er ekki nóg með það, að sameiginlegu málin eru svo miklu fleiri hjá Irum og svo mörg af viðurkendum sérmálum undanskilin löggjafarvaldi þeirra, heldur bætist þar á ofan, að al- þingi Breta getur (samkv. 41. gr., 2) ónýtt hver einustu sérmála- lög Ira með því, að setja sjálft lög um sama efni og láta þau ná til írlands; því þá skulu lög írska þingsins jafnan lúta í lægra haldi fyrir lögum brezka þingsins, ef þau rekast á. Pá er það heldur engin smáræðis takmörkun, að öll efrideild Ira á að vera konungkjörin, þó það bæti mikið úr, að hún hefir ekki einu sinni rétt til að gera breytingu á nokkru fjármálafrumvarpi, hvað þá heldur að fella það. Pá eru og yfirráð Ira yfir fjármálum sínum æði takmörkuð. Pó þeir hafi skattálöguvald og sérstakan landsjóð, þá fá þeir ekki sjálfir að innheimta neinn skatt, heldur renna allir skattar þeirra í ríkissjóð Breta, en úr honum er svo írum aftur skamtað féð úr hnefa af fjárhagsnefnd (»samsjóðsstjórn«), sem er þannig saman sett, að fulltrúar Ira eru þar í minnihluta, og úrskurði þeirrar nefndar verður ekki áfrýjað, heldur er hann fullnaðarúrskurður. Tolla hefir alþingi íra heldur ekki vald til að leggja á nokkra vöru, hvorki innflutningstoll né útflutningstoll, nema tollur sé á sömu vöru innheimtur sem alríkisskattur. Og öll hin margvíslegu stimpilgjöld, sem tíðkast með Bretum, eru algerlega undanþegin löggjafarvaldi Ira. Að því er dómsvaldið snertir, þá er að vísu að nafninu til hæstiréttur á Irlandi, en þó er látin opin leið til að skjóta hérum- bil öllum málum frá írskum dómstólum til úrskurðar konungs í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.