Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 15

Eimreiðin - 01.05.1913, Síða 15
89 III. VÍÐSÝNI. Upp frá láði loks ég náði lúður efst á tindinn hér, og þá ströngu eftir göngu útsjón gefst, sem hugnast mér. Hólar, grundir hverfast undir hæða svif og fá sér leynt; lokast nærsýn, lýkst upp f jærsýn, ljóst er yfir, skygnið hreint. Eg sé fjöllin, alda tröllin, innlönd græn og vötnin skær; snæhjálmaða, sólfágaða sé ég mæna jökla fjær. Sjónarvíddir vel fær prýddar veðurbráin röðulskírð, sjá hve glitar logflug lita landið háa í sinni dýrð! Sæll á meðan mæni’ eg héðan, muni værðir drauma kýs; blíðri laðan bendir glaðan blásveipt fjærðar töfradís. Fyll minn anda, fegurð þanda, furðulig er blasir við! Pakka má hann, ef að á hann aðeins þig og víðsýnið. IV. KVEÐJA FARFUGLANNA. Á flótta sumar fer með hrað, og fölnar hlíð og þústnar að; oss kólga minnir kaldri raust á kveðju mál, er byrjar haust. Vor sumarvist hér enduð er, þar yndisdaga lifðum vér við leik og önn, við sveim og söng og sældarkjör um dægur löng. Vér eigum vora heimstöð hér, og hingað vor hvert brjótumst vér; hér ólumst vér, hér er oss værst að unnast hér og syngja kærst. Vor sumarfold! vér þökkum þér, við þig að skilja sárt oss er, en frera tíð er fer í hönd, þá fljúgum vér í hlýrri lönd. Og hópum saman þjótum þá á þöndum vængjum yfir sjá á suðurslóð, þó sýnist langt, svo sérðu’ oss ekki vetrarlangt. En dreyma mun til þín oss þar; og þig til vor, þó skilji mar. Nú vertu sæl! Vér vitjum þín, er vorsól næst á himni skín. STGR. TH.

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.