Eimreiðin - 01.05.1913, Page 29
io3
Björn Jónsson ritstjóri.
Heyrði í hálofti
hringing mikla,
sögðu sím-tívar
sanna frétt:
Veitt er vígðri mold
verðug fórn —
höfuð hríðbarið
hærumjallað.
Brostin er brá
hins brúnamikla,
röska ritstjóra
og reynda manns.
Einum áratug
oflengi blés
hans um höfuðsvörð
haustnæðingur.
Brostu Birni
í brekku fyr
fíflar faðmstórir,
fagurleitir.
Meðan mundangshóf
metið gat,
hélt hann sæmd sinni
sólarmegin.
Eessi þorauðgi
þjóðskörungur
mundi mest gefinn
að manndómi;
átti orðfimi
á við tvo,
fylgi og framsókn —
fjögra maki
Ruddi ritstjórum
ragna leið;
þingmenn þrásinnis
þverbresta lét.
Meðal-mannsaldur
magni þrunginn
ypti andviðris
enni-borði.
Blés hann búendum
bardaga til.
sópaði sveitir
í sólskins-þurki;
seiddi að síma
snarkandi eld, —
setti sambandsmál
undir soðketil.
*
Hann var hertogi,
liarður í sókn,
vann með vaskleik
vígi ijölmennis;
átti þó öndvegi
innanbrjósts
þegar þrotamenn
þurftu hjálpar.
Lék hann landsmáia
lengi og vel
—hæfinn—handöxum,
hetidi á lofti;
barðist berskjalda
og brynjulaus;
reiddi röksemda
Rimmugýgi.