Eimreiðin - 01.05.1913, Page 30
104
Hruðu höfuð að hári dökku hríð og harka, hvítlituðu; svo urðu sólhvörf og sinutíðir, ágos andsælis úti á þekju. Standa í steinkasti, styttir skap; ganga á glóðum gerir viðkvæmni. Pað var þín æfi þrjátíu ár, vörður vígroða, vöku-garpur!
Ut á andnesi odd-vita sér; elur aldur sinn einn í hreggi. Lýsir og leiftrar logaturn út í einveldi ægimyrkurs, Eru annmörkum ofurseldir, þeir sem þjóðmála þeyta horn. Vant er vábrestum við að sjá, þeim sem odd og egg alþjóð býta.
Byltast bylgjur við bjarga tær, syngur. í súlum, svellur í gjám. Napur náttvindur næðir og hvín, gefur glóðfeyki geiflu af salti. Mörg er misfella á manndómi. Veröld, vargynja, veldur sumum. Sumt eru sjálfskapar saltrömm víti; setjast þau að sál manns á ’inum seinni skipum.
Eins og eldviti á andnestá Yfir örlögum afburðamanns:
stóð hann Styr-Björn vor að hann aldraðist
í stórviðrum. Víst er veran þar værðarlaus: glóð er á gólfi, gler í veggjum. út á hálku — geng ég gagntekinn og grátnæmur. — Brenn ég í brjósti, blæðir mér í auga. GUÐMUNDUR FRIÐJÓNSSON.