Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Side 31

Eimreiðin - 01.05.1913, Side 31
105 íshafsveidar. I. VÉR HÖFUM LÆRT AF NORÐMÖNNUM. Margt höfum vér lært af Norðmönnum; nú hvað síðast síld- veiði á hafi úti, með reknetum og hringnótum. Margt munum vér einnig eiga eftir að læra af þeim, þar á meðal hvernig vér haganlegast getum gert oss fossa-aflið undirgefið og arðvænlegt. En fossamálið er bæði mikið mál og merkilegt, og er eigi ó- líklegt, að um það muni snúast íslenzk pólitík, áður en allmörg ár líða. Væri óskandi, að einhver af vorum mörgu ungu lögfræð- ingum vildi kynna sér og skrifa um fossalöggjöf Norðmanna — og þá einnig um líka löggjöf annarra þjóða. En í þessari grein skal rætt um Ishafsveiðar Norðmanna; þær þurfum vér sem fyrst að læra af þeim. Eru líkindi til, að þær yrðu oss arðsamar; vér eigum styttra á miðin en Norðmenn — þau mið, er vér mundum sækja á. Svo er og mátulegt að hætta Ishafsveiðunum undir júlílok, um sama leyti og hafsildarveiðin byrjar við Norður- og Austurland, svo hafa má sömu skipin við hvorartveggju veiðarnar. Fyrir fáum árum sótti Norðmaður nokkur um styrk úr lands- sjóði, til þess að byrja íshafsveiðar frá íslandi. Ekki varð þó neitt af því, að hann gerði það, og var það ver farið, því lands- menn mundu fljótt hafa lært þær. Væri óskandi, að einhver yrði til þess að ríða á vaðið og byrja — annaðhvort með tilstyrk al- þingis eða af eigin rammleik. Mundu aðrir útgerðarmenn fljótt taka upp veiðar þessar, er þeir sæju, að þær væru arðsamar. Óðar og Norðmenn byrjuðu að stunda síldveiðar á hafi úti, frá íslandi, lærðu landsmenn þær veiðar af þeim, og hafa síðan stundað þær með engu minni árangri en þeir. Mundi á svipaðan vcg íara um íshafsveiðarnar. II. SELVEIÐAR. Af þeim veiðiskap, sem stundaður er í íshafinu, eru einkum líkindi til, að Islendingar geti stundað selveiðar og andarnefju. veiðar með góðum árangri. Skal fyrst sagt frá selveiðunum. Norðmenn hafa um langan aldur rekið veiðar þessar, og eru

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.