Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 33

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 33
107 orðnu selina verður oftast að skjóta á 75 til 100 metra færi. En það eru einmitt þessar tvær tegundir sela, sem mest veiðist af. Auk sela eru veiddir ísbirnir, refir og pólnaut (moskusnaut), þegar til þeirra næst, og þau helzt handsömuð og flutt heim lifandi, og seld dýragörðum. Eggjum og æðardún er einnig safnað. III. BLÖÐRUSELUR (cystophora cristata). Blöðruselurinn er 272—3 metra á lengd og grár eða grá- brúnn á litinn, með dökkum dílum á bakinu. Nafnið dregur hann af blöðru, sem hann hefur ofan á höfðinu, og vanalega hangir eins og stuttur rani fram yfir trýnið. Eigi er kunnugt, til hvers blaðran er; sé dýrið áreitt, blæs það upp blöðruna. Kvendýrið hefir enga blöðru, en skinnið milli nasa og ennis er miklu þykkra en annarstaðar, og má vera, að kvenselurinn hafi á fyrri jarð- öldum haft blöðruna. Blöðruselurinn er ekki óalgengur víða við Islandsstrendur, en aðalheimkynni hans er þó Norðuríshafið, og heldur hann sig enn meir á hafi úti en vöðuselurinn. Eftir því sem Friðþjófur Nansen segir — sem grandgæfilega hefir athugað háttalag hans, — sækir hann aðalfæðu sína niður á 90 til 160 metra dýpi. Hann er mjög sterkur og getur stokkið úr vatninu upp á 2—3 metra háa ís- brún, og er mælt að ísbjörn eigi fult í fangi meö að ráða við fullorðinn blöðrusel. Blöðruselurinn kæpir í byrjun marzmánaðar, og liggur hann þá í hópum, svo þúsundum skiftir, á hafísnum, einkum fyrir vestan Jan Mayen. í júnímánuði safnast hann í ennþá stærri hópa við Grænland, hérumbil beint í vestur frá ísafirði. Hann er þá í hár- losi, og heldur sig mest uppi á ísnum, meðan á því stendur. IV. VÖÐU5ELUR EÐA KJÓRA (phoca groenlandica). Heimkynni sels þessa er Norðuríshafið, eins og blöðruselsins, og heldur hann sig einkum úti á reginhafi, en er þó t. d. við vesturströnd Grænlands nálægt landi vissan hluta ársins (í maí- júlí og sept.-febrúar). Fullorðinn vöðuselur er um U/s metra á lengd, og vegur 115 kíló. Hann er hvítleitur á litinn, með tvo stóra, svarta flekki, sinn á hvorri hlið; trýnið er einnig svart. Kóparnir — sem fæð- ast í miðjum marz — eru snjóhvítir í fyrstu, en síðan gráir. Peir 8

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.