Eimreiðin - 01.05.1913, Qupperneq 37
111
í þetta sinn var það ungur maður, sem hlaut þessa miklu sæmd;
en hann á þann heiður vissulega skilið fyrir hin miklu afreksverk
sín. F.r því ekki ólíklegt, að marga fýsi að vita, hvað þessi ungi
maður (hann er ekki nema 37 ára) hefur unnið sér til frægðar, og
skal því hér í stuttu máli frá því skýrt (sbr. grein eftir dr. Meisen
i »Ugeskrift for Læger«).
Alexis Carrel er fæddur 1873 í nánd við bæinn Lyon á
Frakklandi. Hann kom fyrst fram sem rithöfundur árið 1900, í
Ameríku, er hann samdi ritgerð um vísindalegt efni, sem þá ekki
vakti neina sérstaka eftirtekt. En næsta ár hóf hann tilraunir sín-
ar viðvíkjandi saum (samansaumun, sutur) á blóðkerum, og urðu
þær grundvöllurinn undir störfum hans síðar meir. í þessari grein
varð hann, er tímar liðu fram, hinn mesti snillingur, og nú stend-
ur enginn honum þar á sporði.
Pað, sem mest á ríður, þegar um saum á blóðkerum er að
ræða, er svo fullkomin ígerðarvörn (aseptik), sem hugsanleg er,
meðan á aðgerðinni (óperatíóninni) stendur, og meðan sárin eru
að gróa. í’eirri ígerðarvörn, sem nægileg er við flestar skurð-
lækningar, er mjög ábótavant við blóðkerasaum. Pau sár, sem
menn kalla að græðist ígerðarlaust (þrima intentio), fá þá ætíð
sóttkveikjuefni í sig, en oftast svo lítið, að varla ber á hinum
vanalegu einkennum og fylgifiskum þeirra. Pessi »litla sáreitrun«
nefnist og hin »ígerðarlausa« sáreitrun, er sjaldan er gaumur gef-
inn við skurðlækningar, af því hún hindrar ekki fullkomna
græðslu sára eftir skurði; en í samansaumuðum blóðkerum getur
hún valdið blóðstorknun (trombose) sem er mjög hættuleg. En
þegar hinnar ýtrustu ígerðarvarnar er gætt, sýkist bandvefur líkam-
ans ekki eftir holdskurði, og það kemur enginn ofvöxtur í hann,
kerasaumarnir bólgna heldur ekki og hvítir blóðlíkamir (gröftur)
safnast ekki saman í kringum þræðina. Orsökin til,- að blóðkera-
saumur Carrels hefur hepnast svo vel, er bæði hin fullkomna í-
gerðarvörn hans og nákvæmni hans í að stöðva alla blóðrás og
blóðmissi, meðan hann er að gera tilraunir sínar; en til þess not-
ar hann aðferðir, er hann hefur sjálfur fundið upp og hér yrði
of langt mál að rekja.
Eítir að Carrel var orðinn leikinn í list sinni, að sauma sam-
an blóðker, t. d. að taka hluta af blóðæð úr nýslátruðu dýri og
sauma hann inn í æð á lifandi dýri, í staðinn fyrir tilsvarandi
hluta, er hann skar burt af æðinni, hóf hann, árið 1905, tilraunir