Eimreiðin - 01.05.1913, Page 40
114
og hvaða möguleikar eru hugsanlegir og framkvæmanlegir. En
hann hefur nú þegar gert stórmikið gagn með strangari kröfum
viðvíkjandi blóðstöðvun og ígerðarvörn við holdskurði, en hingað-
til hefur verið álitið nauðsynlegt. Hann hefur og sýnt fram á, að
kvikskurður (vivisection) er alveg nauðsynlegur milliliður í flest-
öllum vísindalegum tilraunum, er snerta skurðlækningar.
Carrel er ungur maður og má sjálfsagt enn mikils af honum
vænta.
Næturljóð.
Um miðja nóttu, sorg og sjúkur tregi
er svefni stela mér úr þreyttri lund,
þá leitar hugur heim um langa vegi
og hjartað dvelur myrka vökustund
við hól og dal og háls og á og grund,
þars halur ungur gekk og vissi þeygi,
að seinna beið hans bak við höf og sund.
mörg blöskurnótt á eftir þungum degi.
Hve alt er breytt og fjarlægt! — þér á fund
ég fer, mín æskubygð, og geng um stund
sem ungur smali sæla sumarvegi,
og bind úr fíflaleggjum langa sveigi. — —
Alt líf er draumur guðs, er hné í blund —
og mismun svefns og vöku sé ég eigi.
GUNNAK GUNNARSSON.