Eimreiðin - 01.05.1913, Blaðsíða 43
laus börn eiga oft aðstöðu, og fundið, að það var synd, að hjálpa
þeim ekki; fundið, að hvert barn, sem í heiminn kemur, á rétt á
því að þroskast og verða sjálfum sér og öðrum til gagns og
gleði. í manneðlinu er einhver taug, sem finnur til — jafnvel með
hverju litlu lautarblómi, sem langar til að gróa, finnur til með
hverjum viðarteinungi, sem reynir að vaxa beint. Ég er viss um,
að hver maður ann betur beinvöxnum skógi, en kræklóttu kjarri;
en ef oss tekur það sárt, að sjá ungviðið bogna undir farginu,
þá ættum vér að finna sárt til, þegar vér sjáum örbirgðina beygja
börnin og hamla vexti þeirra, andlegum og líkamlegum.
En það er engin dygð, að finna til — og einkisvert, ef það
vekur ekki til framkvæmda. Munaðarlausum börnum er engu bet-
ur borgið fyrir það, þótt allir flóðu í tárum af meðaumkun með
þeim, ef enginn gerir neitt, til að hjálpa þeim. Sú eina meðaumk-
un, sem nokkkurs er virði, er íolgin í framkvæmdum. — Ég veit
með vissu, að víðsvegar um þetta land eru slík góðverk unnin í
kyrþey — oft ekki sízt af þeim, sem sjálfir hafa ærið á sinni
könnu. En hitt er jafnvíst, að sú hjálp nær ekki til ýmsra barna,
sem þyrftu hennar þó með. Vel sé því hverjum þeim manni og
hverju því félagi, er leggur munaðarleysingjunum liðshönd. Eram-
tíð barnanna er framtíð þjóðarinnar.
GUÐM. FINNBOGASON.
þórarinn E. Tulinius.
t’egar það í fyrrasumar fréttist til íslands, að stórkaupmaður
Pórarinn E. Tulinius ætlaði að láta af stjórn eimskipafélagsins » Thore«
og að annar maður, danskur, mundi taka við því starfi, brá mörgum
mjög í brún við þá fregn. Einkum sló miklum óhug á Norðlendinga
og Austfirðinga, er þeir hugsuðu til framtíðarinnar og jafnframt mint-
ust þess, hve stórkostleg breyting hafði orðið á samgöngum þeirra við
umheiminn, frá því Tulinius fyrst hóf eimskipaferðir sínar til íslands.
Því hvergi hafði munurinn verið eins mikill eins og á Norður- og
Austurlandi.
Áður en Tulinius kom til sögunnar voru engar strandferðir á ís-
landi, og samgöngur við útlönd harla lélegar. Þá höfðu embættismenn,
sem fluttir voru úr embætti á Norður- eða Austurlandi til Suður- eða
Vesturlandsins, oft ekki önnur ráð til að koma búslóð sinni, en að