Eimreiðin - 01.05.1913, Page 51
125
henni aftur með ræðu, þar sem hann lýsð þakklæti sínu fyrir þann
mikla sóma, sem landar hans hefðu sýnt honum með þessu fagra á-
varpi. Kvaðst hann lengi mundu þessa minnast og því heita, að þó
að hann nú hefði látið af stjórn »Thore«-félagsins, þá skyldi afskiftum
sínum af íslenzkum samgöngumálum ekki lokið fyrir því, heldur skyldi
hann jafnan láta sér hughaldið að vinna að íslenzkum samgöngubótum.
* *
*
6. Þórarinn og helga tulinius.
Párartnn Erlendur lulimus er fæddur á Eskifirði 28. júlí 1860.
Faðir hans var konsúll Carl D. Julinius, sem var frísneskur að ætt
(f. á eynni Pelworm), en kom til íslands á tvítugsaldri (1856) og bjó
þar upp frá því til dauðadags (1905) nærfelt 50 ár, og skoðaði sig
jafnan sem íslending, enda talaði hann og ritaði íslenzku sem inn-
fæddur. Hann gekk og að eiga fslenzka konu: Gubrúnu Pórarinsdóttur,
prófasts Erlendssonar, í Bjarnanesi og seinna á Hofi í Álftafirði, sem
átti kvn sitt að rekja til þeirra bræðra, sona Rögnvalds Mærajarls,
Göngu-Hrólfs og Hrollaugs, er land nam í Hornafirði (sbr. »Síbumanna-
kyni. í kvæði séra Matthíasar hér að framan), Var heimili þeirra hjóna
þjóðfrægt fyrir gestrisni og höfðingsskap, og fullkomlega íslenzkt í öll-
um háttum. Þar var ekki annað talað en íslenzka, og þegar f’órarinn
Tulinius sem 10 ára drengur (1870) var sendur í Hróarskelduskóla,
varð hann í nokkra mánuði að fá kenslu í dönsku til þess að geta
komist inn í skólann. Að hann var þangað sendur, kom eingöngu til
9'