Eimreiðin


Eimreiðin - 01.05.1913, Page 56

Eimreiðin - 01.05.1913, Page 56
>3° megnaði nú ei framar að mæla misgjörðum sínum bót með sverði sínu. »Vík frá mér, bölvaður, í hinn eilífa eld, sem búinn er djöflinum og öllum hans árum. Pú stráðir gráti og örvænting á lífsleið þinni, þú varst meinsærismaður og saurgaðir saklaus hjörtu. — Vertu um eilífð útskúfaður úr ljóssins sölum!« Don Júan, hinn forherti syndari, hóf upp höfuðið, og leit í augu guðs drottins, eins og hann ætlaði að þrjózkast, nú sem fyr. »Drottinn almáttugur! Pú sem hefur alla herskara himinsins á þínu bandi gagnvart mér, sem stend hér vopnlaus og einmana,— ætlar þú að dæma mig án málsvarnar?« Pá svaraði guð almáttugur af enn meiri reiði, svo undir tók í öllum hvelfingum himinsins: »Hver mundi vilja bera fram vörn í máli þínu fyrir augliti mínu! Sonur minn er ófáanlegur til þess, og hin heilaga, óspjallaða mey vill því síður halda uppi vörnum fyrir slíkan flagara.* Don Júan, hinn forherti syndari, svaraði stillilega: »Fær hinn ákærði ekki venjulega að halda sjálfur uppi vörn fyrir sig?« >Ber þá fram vörn þína, þú þverúðga sál; en vita skaltu, að nú er sá tími kominn, að smjaðurtunga þín fær enga áheyrn.« Don Júan, hinn forherti syndari bar þá fram vörn sína fyrir guði. »Seg mér, þú elskhugi alheimsins, hversvegna skópst þú jörð- ina svo undurfagra sýnum? Hversvegna stráðir þú stjörnum á hvelfingu himinsins, svo við vorum knúðir til að rísa á fætur um miðjar nætur, athuga þær og gefa þeim nöfn? Hversvegna komst þú jörðinni til að roðna af blygðun, þegar sólin kysti hana, og öllum skýjunum til að stokkroðna, þegar nóttin bjó hvílu sína til að taka daginn í faðm sér? Og ég spyr þig, hversvegna sólin og jörðin unnust svo heitt, að blómstur uxu upp af kærleik þeirra, og mennirnir urðu örir af ilmnum og ljósinu? Hversvegna skópstu kvenfólkið svo dásamlegt, að karlmennirnir urðu frávita, er þær urðu á vegi þeirra? Eg mætti konu og hugsaði: Petta er sú ágæt- asta kona, sem guð hefur gróðursett á jarðríki, og ég elskaði hana og naut hennar, innilega þakklátur fyrir gjöf þína. En sjá, þá lézt þú aðra konu verða á vegi mínum, og ég uppgötvaði, að hún var enn þá ágætari og fullkomnari frá þinni hendi. Og ég tók hana í faðm mér og þakkaði örvita af gleði; því enginn maður á jarðríki var jafnsæll og ég, og engin jarðnesk auðæfi

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.